Sandlóa frá Bolungarvík til Frakklands

Sandlóa með merki á fótum.
Sandlóa með merki á fótum.

Ófleygur sandlóuungi sem var stálmerktur í Hlíðardal í Bolungarvík árið 2007 og síðan litmerktur tveimur árum seinna á hreiðri við Hanhól í Bolungarvík sást og var myndaður í Frakklandi við hafnarsvæðið í Saint-Guenole 12. september síðastliðinn.

Fuglinn, sem er kvenfugl hefur sést í Bolungarvík öll sumur fram til 2015. Vitað er til þess að klak hafi heppnast a.m.k. í fimm sumur af þeim sjö sem fuglinn hefur sést.

Árið 2004 hófst rannsóknarverkefni á sandlóum á Suðurlandi og Vestfjörðum sem var meistaraverkefni Böðvars Þórissonar, fyrrverandi starfsmanns Náttúrustofunnar. Verið var að kanna lýðfræði sandlóu, t.d. varpvistfræði og farhætti. Fullorðnar sandlóur voru fangaðar á hreiðri og þær litmerktar, litaðir plasthringir á fótum, en ófleygir ungar fengu stálmerki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert