Stjórnarskrárbreytingar í salt?

Lítill áhugi virðist á að frumvarp um breytingar á stjórnarskránni …
Lítill áhugi virðist á að frumvarp um breytingar á stjórnarskránni nái fram að ganga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Litlar sem engar líkur eru taldir á því að frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskránni verði afgreitt á yfirstandandi þingi.

Ef það verður niðurstaðan verða engar breytingar gerðar á stjórnarskránni að þessu sinni en breytingar á henni þurfa að hljóta samþykki á tveimur löggjafarþingum til að öðlast gildi.

Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið aflaði sér í gær virðist ekki hafa verið neinn þrýstingur á að klára málið, hvorki af hálfu stjórnarmeirihlutans á þingi né minnihlutans.

Fram kemur á vef Alþingis að nefndin hafi sent út umsagnarbeiðnir til 43 stofnana og félagasamtaka. Heimtur virðast hafa verið dræmar því í gær höfðu aðeins borist sex umsagnir, þar af ein frá einstaklingi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert