Undirbúningur fyrir göng ekki á dagskrá

Myndin er af Skutulsfirði, Tungudal og Holtahverfi.
Myndin er af Skutulsfirði, Tungudal og Holtahverfi. ?

Rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á samgönguáætlun fyrir árin 2015-2026 og ekki er fjárveiting fyrir verkefninu í fjárlögum. Þetta kom fram í skriflegu svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur, þingmanns Framsóknarflokksins, um hvenær væri ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangnagerð milli fjarðanna ætti að hefjast.

Samgönguáætlun er það tæki sem stjórnvöld hafa til að skipuleggja heildstætt samgöngu­kerfi fyrir landið. Alþingi hefur nú til þinglegrar meðferðar þingsályktunartillögu um sam­gönguáætlun 2015–2018. Ekki er gert ráð fyrir þessari framkvæmd í þeirri áætlun. Í sam­gönguáætlun 2015–2026 sem lögð hefur verið fram á Alþingi er ekki heldur gert ráð fyrir þessari framkvæmd,“ segir í svarinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert