Krossá tvöföld að stærð frá í gær

Vatnsmagn í Krossá hefur tvöfaldast frá því sem var í gær, en þá hafði vatnsmagn í Hvanná og Krossá þegar þrefaldast á 5-6 tímum vegna úrhellisrigningar.  Engir ferðamenn eru nú í Þórsmörk, en skálaverðir eru bæði í Húsadal og Básum, þó til standi að loka skálanum í Básum nú um helgina.

Fjórir starfsmenn Volcano Huts eru í Húsadal en fyrirtækið sendi, að beiðni lögreglu, alla ferðamenn sem hjá þeim dvöldu burt úr Þórsmörk í gær. Starfsmennirnir gerðu sér ferð niður að Krossá nú eftir hádegi og segja vatnsmagn árinnar hafa tvöfaldast frá því í gær, líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi. Þeir voru einnig á ferð þar í morgun og segja töluvert hafa bætt í ánna á þeim tíma.

Stefán Jökull Jakobsson, yfirskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands, var inni í Þórsmörk í gær að ganga frá brúm. „Það var úrhellisrigning í allan gærdag og Krossá og Hvanná voru búnar að þrefalda sig að stærð á þessum fimm til sex klukkutímum sem við vorum innfrá,“ segir Stefán Jökull.

Göngubrýnar yfir Krossá voru dregnar á þurrt land í gær til að vernda þær fyrir vetrarveðrum og komast ferðmenn sem ganga Fimmvörðuháls og Laugaveg því ekki lengur gangandi yfir í Húsadal og Langadal.

„Það stóð til hjá okkur eins og Útivistarmönnum að loka á laugardag, en vegna veðurspárinnar þá var ákveðið að flýta lokuninni,“ segir Stefán Jökull

Vatnsyfirborð Krossár hefur hækkað verulega og Landroverinn á myndinni, sem …
Vatnsyfirborð Krossár hefur hækkað verulega og Landroverinn á myndinni, sem tekin var af Donal Boyd hjá Volcano Huts, sýnir vel hve vatnsmagnið í ánni er mikið núna. Ljósmynd/Donal Boyd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert