Gnúpur siglir fyrir eigin vélarafli

Gnúpur GK.
Gnúpur GK. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Áhöfn Gnúps tókst fyrir stuttu að koma vél skipsins í gang og siglir hann nú fyrir eigin vélarafli, að sögn Gylfa Kjartanssonar skipstjóra á Gnúpi. Hann segir að vélin hafi bilað um hálf níu í morgun en þá var togarinn um tvær sjómílur fyrir utan Dyrhólaey.

Lóðsinn frá Vestmannaeyjum og björgunarbátur þaðan hafa því snúið aftur til Vestmannaeyja og eins er Bergey farin af vettvangi en hún var fyrsta skipið sem kom á staðinn eftir að Landhelgisgæslan fékk upplýsingar um vélarbilunina. 

Gylfi segir að þeir hafi verið nýkomnir á veiðar þegar vélin bilaði og hann vissi ekki hvort siglt yrði beint til hafnar eða haldið á veiðar að nýju.

Útkall björgunarsveita hefur því verið afturkallað. 

Frétt mbl.is: Rek Gnúps stöðvað

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert