Rek Gnúps stöðvað

Gnúp rak í átt að landi skammt frá Dyrhólaey í …
Gnúp rak í átt að landi skammt frá Dyrhólaey í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson

Áhöfn Gnúps „sem er í vélarvandræðum úti fyrir Dyrhólaey setti út akkeri sem heldur og Bergey er skammt frá. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er þyrla gæslunnar á sveimi fyrir ofan og lítur allt vel út enda veður og sjólag gott. 

Stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar barst upp úr klukk­an 9:30 í morg­un upp­kall frá áhöfn Gnúps sem statt var grunnt vest­ur af Dyr­hóla­ey. Skipið átti í vél­ar­vand­ræðum.

Sam­stund­is var áhöfn þyrlu, björg­un­ar­sveit­ir Lands­bjarg­ar í Vest­manna­eyj­um og Suður­landi auk drátt­ar­skips frá Vest­manna­eyj­um kölluð út, þá var næsta skip við vett­vang kallað til aðstoðar.

Frétt mbl.is: Rekur að landi við Dyrhólaey

Af vettvangi - Gnúpur lenti í vélarbilun skammt undan landi …
Af vettvangi - Gnúpur lenti í vélarbilun skammt undan landi við Dyrhólaey í morgun. mbl.is/Jónas Erlendsson
Gnúpur GK.
Gnúpur GK. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Ekkert amar að áhöfn Gnúps og skipið verður væntanlega tekið …
Ekkert amar að áhöfn Gnúps og skipið verður væntanlega tekið í tog fljótlega. mbl.is/Jónas Erlendsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert