Viðræðurnar á viðkvæmu stigi

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, (til vinstri) og Unnar Örn Ólafsson …
Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, (til vinstri) og Unnar Örn Ólafsson í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Viðræðurnar eru á viðkvæmu stigi,” segir Unnar Örn Ólafsson, formaður Félags flugmálastarfsmanna (FFR), spurður út í gang mála í kjaraviðræðum félagsins og Sameykis við samninganefnd Samtaka atvinnulífsins.

Fundur hófst í Karphúsinu klukkan 9 í morgun og segir Unnar Örn lítið að frétta sem stendur.

Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í Karphúsinu í morgun.
Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Á meðan við getum haldið samtalinu gangandi þá höldum við áfram,” bætir hann við, spurður hversu lengi skal funda í dag.

Álfheiður M. Sívertsen, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, og Íris Mist …
Álfheiður M. Sívertsen, lögmaður á vinnumarkaðssviði SA, og Íris Mist Arnardóttir, lögfræðingur á vinnumarkaðssviði SA. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli eiga að hefjast á fimmtudaginn. Ótíma­bundið yf­ir­vinnu- og þjálf­un­ar­bann gild­ir frá klukkan 16 þann dag ásamt tíma­bundn­um og tíma­sett­um vinnu­stöðvun­um.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert