Telja sig hafa fundið brak úr skútunni

Jo Le Goff, 64 ára, er einn um borð í …
Jo Le Goff, 64 ára, er einn um borð í skút­unni, Red Héol.

Björgunarsveitin í Grindavík fann á níunda tímanum brak sem talið er vera úr frönsku skútunni og verður leit nú haldið áfram. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nýfarin aftur á vettvang til frekari leitar.

Frétt mbl.is: Merki úr neyðarsendi skútu

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 04.46 í morgun neyðarboð frá neyðarsendi franskrar skútu sem saknað hefur verið frá því í sumar. Skútan hafði siglt frá Portúgal 7. júlí og hafði áætlað komu til Asoreyja 16. júlí. Einn maður var í áhöfn.

Ekkert hafði hins vegar spurst til skútunnar fyrr en í morgun er neyðarboðin bárust stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og kom fram að þau bærust skammt austur af Grindavík. Þá þegar var þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang og fór hún í loftið um hálfsex í morgun. Rétt fyrir klukkan sex fann áhöfn þyrlunnar neyðarsendinn uppi í fjöru austur af Hópsnesi. Seig sigmaður þyrlunnar niður og sótti sendinn. Engin önnur vegsummerki fundust þá á vettvangi og var því ákveðið að bíða birtingar með áframhaldandi leit og óskaði Landhelgisgæslan einnig eftir aðstoð björgunarsveita á svæðinu til að ganga fjörur.

Að sögn Boga Adolfssonar, formanns björgunarsveitarinnar Þorbjörn í Grindavík, fannst brakið skammt frá neyðarsendinum en ekki hafa fundist frekari ummerki um skútuna. Björgunarsveitarfólk og Landhelgisgæslan hafa verið við leit síðan í birtingu í morgun. Leitin heldur áfram að sögn Boga er mbl.is náði sambandi við hann. 

Síðast spurðist til skútunnar þegar hún sigldi frá Norður-Portúgal og …
Síðast spurðist til skútunnar þegar hún sigldi frá Norður-Portúgal og stefndi til Asoreyja. mbl

Í frétt Télégramme frá því í byrjun september kemur fram að ekkert hafi spurst til skipstjóra skútunnar, Jo Le Goff, sem er frá bænum Brest á Bretagne frá því skútan hvarf í júlí. Áhöfn flutningaskips sá skútuna, Red Héol, á reki 28. ágúst á miðju Atlantshafi. Enginn var sjáanlegur á þilfari skútunnar. 

Samkvæmt Télégramme var stóra segl skútunnar uppi en virtist ritið að neðan og rak skútuna í átt að Evrópu. Áhöfn flutningaskipsins gat ekki komist að skútunni vegna slæmra veðuraðstæðna. 

Þrátt fyrir að skútan hafi verið staðsett hófst ekki formleg leit að henni og hefur ekkert spurst til hennar fyrr en í nótt.

Frétt Télégramme

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert