„Ekki hægt annað en að velta“

Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar ...
Engu mátti muna að Eiríkur fengi framrúðuna í andlitið þegar bifreiðin valt.

Mikil mildi er að ekki fór verr þegar jeppabifreið valt við Fremstaver á Kjalvegi í gærkvöldi. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum og skyggni lítið sem ekkert. Ökumaðurinn missti jeppann útaf í krappri beygju á veginum en engar merkingar eru um beygjuna. „Það var ekki annað hægt en að velta,“ segir farþegi í bílnum.

Frétt mbl.is: Bílvelta við Fremstaver

Bræðurnir Eiríkur og Axel Eiríkssynir sluppu naumlega í gærkvöldi þegar þeir voru á leið til rjúpna á Kili. Eiríkur ók jeppanum en þeir hafa farið þessa leið á hverju ári í tuttugu ár áfallalaust.

Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels ...
Bílbeltin bjarga það sannaðist svo sannarlega og að sögn Axels bjargaði hundabúrið hundinum sem var með í för.

„Þetta er stórhættulegur staður og illa merkt,“ segir Eiríkur. „Ég átti aldrei neinn möguleika. Ég hef keyrt þetta í 20 ár og við verri aðstæður en þarna voru. Það var hins vegar mikill bylur þannig að ef ég var með háu ljósin á þá sást ekkert nema hvítur veggur. Með lágu ljósin á sá maður nokkra metra fram fyrir sig og næstu stikur,“ segir Eiríkur.

Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.
Svona lítur beygjan út í akstursstefnu.

Að hans sögn hafði skafið á stikurnar sem bættu ekki aðstæðurnar. Það hafi hins vegar skipt miklu að þeir fóru mjög hægt en jeppinn valt þrjá fjórðu úr hring og endaði á hliðinni farþegamegin.

 „Ég reyndi að bremsa og er á mjög góðum grófmynstruðum vetrardekkjum en ekki á nagladekkjum,“ segir Eiríkur en jeppinn var í fjórhjóladrifinu. Annar jeppi sem var einnig á ferðinni á þessari leið hafði ekið á undan þeim en að sögn Eiríks gaf bílstjóri þeirra bifreiðar honum merki um að fara framúr. 

Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við ...
Eins og sést á þessari mynd þá er beygjan við Fremstaver á Kili mjög kröpp. Af Google

Bílstjóri þess jeppa er þrautþjálfaður ökumaður sem er leiðsögumaður með ferðamenn á hálendinu. Eiríkur segir að sá hafi sagt sér að ef hann hefði verið á undan þá væri það hans jeppi sem hefði oltið. 

Eiríkur segir að honum hafi með naumindum tekist að beygja en ef hann hefði haldið beint áfram þá hefði jeppinn hafnað á kletti þannig að hann þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. Engin merking er um þessa kröppu beygju sem er slysagildra að sögn þeirra bræðra.

Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.
Jeppinn er mjög mikið skemmdur ef ekki ónýtur eftir veltuna.

Telja þeir að beygjan sé um 110 gráður og í jafn slæmu skyggni og var í gærkvöldi þá hafi ekki verið annað hægt en að velta, eins og Axel orðar það. Þeir bræður segja að það sé óskiljanlegt að Vegagerðin hafi ekki sett upp skilti þarna þar sem varað er við beygjunni. 

Kjölur
Kjölur mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Mikið hefur verið talað um lélegt ástand Kjalvegar og talað um að breikka hann og hækka. En að svona krappar beygjur séu ómerktar og algjörlega óásættanlegt að Vegagerðin sjái ekki sóma sinn í að koma merkingum á leiðinni í lag, segir Eiríkur sem þakkar fyrir að hafa sloppið ómeiddur. 

Kjalvegur.
Kjalvegur. mbl.is/loftmyndir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir VG leika tveimur skjöldum

11:27 Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð leika tveimur skjöldum í aðdraganda þingkosninganna á laugardaginn þegar komi að Evrópumálunum. Meira »

Sprenging í vændi á Íslandi

11:16 Lögregla telur engan vafa leika á því að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Ekki hafa verið til rannsóknar mörg mál á tímabilinu m.a. sökum manneklu og afleiddrar nauðsynlegrar forgangsröðunar lögreglu. Meira »

Valin til að sækja virta ráðstefnu

11:13 Tveir íslenskir frumkvöðlar voru valdir af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi til þess að taka þátt í Global Entrepreneurship Summit (GES) 2017 sem fer fram í Hyderabad á Indlandi 28. til 30. nóvember. Meira »

Tugir hafa látist á 3 árum

10:41 Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra telur líklegt að neysla á sterkum fíkniefnum muni aukast hér á landi á næstu árum. Aukin neysla sterkra verkjalyfja, sem innihalda ópíumafleiður, og sterkra eiturlyfja hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síðustu þremur árum. Meira »

Tíu virk glæpasamtök starfandi hér

10:07 Brotum tengdum skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnabrotum, mansali og vændi hefur fjölgað hér og vtað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og talið er að hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð deili á hafi fjölgað nokkuð undanfarin ár. Meira »

Mikill viðbúnaður en um gabb að ræða

09:21 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna tilkynningar um eld á Hótel Sögu fyrir skömmu. Í ljós kom að um falsboð var að ræða. Meira »

Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

09:15 Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%). Meira »

Konur hætta að fá greitt 30. október

09:19 Kynbundinn launamunur í Evrópu er mestur í Eistlandi en níundi mestur á Íslandi. Það jafngildir því að íslenskar konur hætti að fá greitt 30. október. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bresku vefsíðunnar Expert Market. Meira »

Stórfelldur þjófnaður á kjöti

08:27 Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna voru starfsmenn hjá fyrirtækinu og sá þriðji sá um að koma þýfinu í verð. Meira »

Beit annan farþega

08:23 Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku farþega um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Farþeginn, sem var ofurölvi, hafði meðal annars ráðist á flugfreyju og bitið annan farþega. Meira »

Flækingsfugla hrekur til Íslands

08:18 Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Meira »

Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

07:57 „Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar. Meira »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Toyota Corolla 2004
Keyrður um 179 þúsund km. Vetrardekk á felgjum fylgja. 300 þúsund eða tilboð. s...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017102419 i
Félagsstarf
? EDDA 6017102419 I Mynd af auglýsing...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...