Höfnuðu beiðni landeigenda

Grundartangi við Hvalfjörð. ( Iðnaður 2 síða 31 röð 5 …
Grundartangi við Hvalfjörð. ( Iðnaður 2 síða 31 röð 5 mynd 5b ) mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Beiðni landeigenda um að leita ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins, vegna úrskurðar Skipulagsstofnunar um að sólarkísilverksmiðja á Grundartanga þarf ekki að fara umhverfismat, var hafnað. Þetta kom fram í úrskurði sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

„Við munum fara yfir úrskurðinn og meta hvort ástæða er til að bera þetta undir Hæstarétt,“ segir Sigríður Dís Guðjónsdóttir lögmaður landeigenda. Frestur til þess eru tvær vikur. 

Dómsmál íbúa Kjósarhrepps og Hvalfjarðar gegn Silicor Materials Inc., Skipulagsstofnun og umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, um að hnekkja úrskurði Skipulagsstofnunar um að fyrirhuguð sólarkísilverksmiðja þarf ekki umhverfismat var þingfest 17. desember 2015. Efnismeðferð hófst 6. október síðastliðinn. Stefnendur í málinu eru fimmtíu talsins og er Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, þeirra á meðal.

Silicor áætlar að framleiða 16 þúsund tonn af sólarkísil í 92 þúsund fermetra verksmiðju. Í ágúst samþykkti Et­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) samþykkt byggðaaðstoð til Silicor Mater­ials vegna bygg­ing­ar á sól­arkís­il­verk­smiðju á Grund­ar­tanga. Hún verður í formi skatta­hagræðis og íviln­andi reglna um leigu og fyrn­ingu. 

Frétt mbl.is: ESA samþykk­ir byggðaaðstoð til Silicor

Frétt mbl.is: 52 stefna í máli gegn Silicor Materials

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert