Stór truflun í flutningskerfi Landsnets

Eldingu laust niður í Búfellslínu 3 og olli mikilli truflun. …
Eldingu laust niður í Búfellslínu 3 og olli mikilli truflun. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Stór truflun varð í flutningskerfi Landsnets í dag klukkan 14.26 þegar eldingu sló niður í Búrfellslínu 3. Í trufluninni fóru út þrjár vélar í Hellisheiðarvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landsnets. Kemur fram að stórnotendur á Suðvesturlandi hafi farið út vegna truflunarinnar, en þar á meðal eru stóriðjur.

Klukkan 15.01 komst Búrfellslína 3 aftur í rekstur og var flutningskerfi Landsnets þar með komið í eðlilegt horf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert