Skrifa háskólamenn undir Salek?

Ágreiningur um lífeyrismál varð til þess að slitnaði upp úr …
Ágreiningur um lífeyrismál varð til þess að slitnaði upp úr viðræðum Salek-hópsins. mbl.is/Golli

„Það yrði mjög forvitnilegt fyrir okkur og BSRB ef BHM myndi nú skrifa undir rammasamkomulagið [um Salek-samstarfið],“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sagði á málþingi í seinustu viku að bandalagið vildi halda áfram vinnu á vettvangi Salek-hópsins. Engin ástæða væri til að sitja með hendur í skauti.

Hvorki BHM né Kennarasamband Íslands skrifuðu undir rammasamkomulagið um Salek í fyrra en þau stóðu hins vegar að samkomulaginu um jöfnun lífeyrisréttinda í september. Það samkomulag er nú í uppnámi þar sem það hefur ekki verið lögfest og tóku heildarsamtökin sem standa að Salek-hópnum þá ákvörðun í byrjun október að ekki yrði af frekara samstarfi hópsins fyrr en niðurstaða lægi fyrir um jöfnun lífeyrisréttinda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert