Mikill eldur í fiskþurrkun á Snæfellsnesi

Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson

Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Borgarfirði, Snæfellsnesi og Akranesi var kallað út um fimmleytið vegna eldsvoða í hausaþurrkun á bænum Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, segir ljóst að baráttan við eldinn eigi eftir að vera erfið og  taka langan tíma. Slökkviliðsmenn úr öllum bæjum á Snæfellsnesi og Borgarnesi eru komnir á staðinn og eins eru slökkviliðsmenn á leið frá Akranesi á staðinn. Brunavarnir Suðurnesja senda síðan búnað á staðinn.

Að sögn Bjarna er mikill eldur í fiskþurrkuninni og aðstæður mjög erfiðar. „Þetta er barátta sem á eftir að standa eitthvað,“ segir Bjarni í samtali við mbl.is.

Um er að ræða gríðarlega stór hús og mikinn eldsmat, að sögn Bjarna.

Uppfært klukkan 7.43

Bjarni segir að tekist hafi að verja nýtt hús á jörðinni en þar er einnig hausaþurrkun. Slökkviliðið er enn að störfum en enginn búskapur er á jörðinni. 

Gríðarlegur eldur er í húsnæði hausaþurrkunar á bænum Miðhrauni í …
Gríðarlegur eldur er í húsnæði hausaþurrkunar á bænum Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. mbl.is/Alfons Finnsson
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi.
Slökkvistarf á Miðhrauni á sunnanverðu Snæfellsnesi. mbl.is/Alfons Finnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert