Eldur í fjölbýlishúsi í Hlíðarhjalla

Slökkviliðs- og sjúkrabílar í Hlíðarhjalla.
Slökkviliðs- og sjúkrabílar í Hlíðarhjalla. Ljósmynd/Aðsend

Tilkynnt var um eld í íbúð á annarri hæð af þremur í Hlíðarhjalla í Kópavogi klukkan 21.30 í kvöld. Þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang voru allir íbúar komnir út.

Reykkafarar fóru inn og slökktu eld í einu herbergi íbúðarinnar mjög fljótt, að því er kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu. Eftir það var hafist handa við reykræstingu.

Allar stöðvar voru sendar á staðinn, auk tveggja sjúkrabíla.

Allir íbúar fjölbýlishússins eru komnir í sínar íbúðir, nema þeir sem búa í íbúðinni þar sem eldsvoðinn varð. 

Mikið tjón varð á íbúðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert