Fór á milli hæða

Aðgerðir lögreglu í Fellsmúla 9 og 11.
Aðgerðir lögreglu í Fellsmúla 9 og 11. mbl.is

Maður­inn, sem var haldið í gísl­ingu í íbúð á fjórðu hæð í Fellsmúla, klifraði niður á svalir á þriðju hæð. Ekki á milli svala á 4. hæð eins og fyrst var talið. Íbúar á 3. hæð létu lögreglu vita. Svalir íbúðanna á fjórðu hæð eru samliggjandi en enginn var heima.

Þegar lögreglan kom á vettvang fór hún einnig inn í íbúð á 4. hæð í sama stigagangi til að leita að tveimur mönnum sem voru síðar handteknir. Þeir voru ekki í þeirri íbúð. Mennirnir tveir voru handteknir í húsinu og fyrir utan Fellsmúla 9 og 11.    

Talið er að manninum hafi verið haldið föngnum í íbúðinni í tvo sólarhringa. Hann var í nærfötum einum fata þegar hann fannst. 

Hann er enn á sjúkrahúsi. Hann var nokkuð lemstraður en ekki beinbrotinn. 

Tveir hafa verið handteknir vegna málsins og eru þeir í haldi lögreglu.  

Frétt mbl.is: Klifraði milli svala á 4. hæð

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert