Gleymdi líklega að beygja

Ferðamennirnir voru að skoða Reynisfjöru.
Ferðamennirnir voru að skoða Reynisfjöru. mbl.is/Sigurður Bogi

Ökumaður fólksbílsins sem fór út af veginum við Reynis­hverf­is­veg við Vík í Mýr­dal í dag, virðist hafa gleymt að beygja inn á þjóðveginn og því keyrt fram af veginum. Talsverð þoka var á svæðinu en engin hálka.  

Meiðsli ökumannsins voru minni háttar en farþegi bílsins var fluttur með þyrlu á bráðadeild i Fossvogi. Samkvæmt Sveini Rúnarssyni, yfirlögregluþjóni á Hvolsvelli, var ákveðið að flytja farþegann með þyrlu vegna mögulegrar hættu á bakmeiðslum. „Þetta er nokkuð langt ferðalag með bíl og því betra að taka enga áhættu,“ segir hann. Farþeginn er ekki í lífshættu. 

Þeir sem voru í bílnum eru erlendir ferðamenn. Samkvæmt Sveini hafa þeir að öllum líkindum verið að skoða Reynisfjöru.   

Frétt mbl.is: Bíll fór út af við Vík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert