Skipin koma á nýju ári

Unnið er í skipunum á floti í skipasmíðastöðinni.
Unnið er í skipunum á floti í skipasmíðastöðinni.

Nýir ísfisktogarar sem verið er að smíða í Kína fyrir HG á Ísafirði og Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum verða væntanlega afhentir kaupendum á fyrsta fjórðungi næsta árs.

Afhendingin hefur dregist yfir þann tíma sem samið var um og leggjast dagsektir á skipasmíðastöðina vegna þess.

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir að skipasmíðastöðin áætli að afhenda Breka í janúar en hann sjálfur er farinn að gera ráð fyrir febrúar eða mars. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmastjóri Hraðfrystihússins-Gunnvarar, vonast til að fá nýjan Pál Pálsson á fyrri hluta næsta árs. Fyrirtækin gerðu ráð fyrir að fá skipin afhent um síðustu áramót.

Unnið er í skipunum á floti í skipasmíðastöðinni.
Unnið er í skipunum á floti í skipasmíðastöðinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert