Verði að skerða þjónustu fáist ekki fjármagn

Framkvæmdastjórn Landspítalans ætlar að leita til heilbrigðisráðherra um tillögur til að skera niður þjónustu fái spítalinn ekki aukið fjármagn. Gert er ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um tvo milljarða í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður eftir helgi, en 12 milljarða vantar til að sinna nauðsynlegri þjónustu.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs spítalans, segir í samtali við Stöð 2, að gat upp á allt að tólf milljarða þýði einfaldlega skerðingu á þjónustu. Ekki sé hægt að skilja það öðruvísi. 

Vísað er til þess að samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sé gert ráð fyrir auknum framlögum til heilbrigðismála í fjárlögum næsta árs. Hér á Landspítalanum er gert ráð fyrir að framlög til spítalans verði aukin um að hámarki tvo milljarða króna. María segir að tveir milljarðar nægi ekki til að svara aukinni eftirspurn sem verði árlega. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert