Dugleg börn styrktu Hringinn

Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, tók á móti gjöfinni frá börnum …
Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, tók á móti gjöfinni frá börnum í Grafarvogi

Allur ágóði af góðgerðarmarkaði frístundaheimilanna í Grafarvogi sem var haldin 1. desember síðastliðinn, rann óskertur í Barnaspítalasjóð Hringsins. Í ár söfnuðust 274.460 krónur. Eitt barn úr 4. bekk frá hverju frístundaheimili afhenti ágóðann við hátíðlega athöfn síðastliðinn þriðjudag. Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, tók á móti gjöfinni.

Fjölmennt var á markaðnum og varningurinn sem börnin buðu uppá var fjölbreyttur og vandaður. Öll frístundaheimilin voru með söluborð og sáu elstu börnin um söluna og stóðu sig með stakri prýði. Boðið var uppá að kaupa heitt súkkulaði sem fór vel í Grafarvogsbúa ásamt því að haldið var uppboð á stærri varningnum, segir í tilkynningu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert