Birgitta skilar umboðinu

Birgitta Jónsdóttir ræddi við fjölmiðla að loknum fundi.
Birgitta Jónsdóttir ræddi við fjölmiðla að loknum fundi. mbl.is/Eggert

Forystufólk stjórnmálaflokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun hefur ákveðið að slíta viðræðunum.

Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, hittir forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag þar sem hún mun skila umboðinu til stjórnarmyndunar. 

Þetta kom fram að loknum fundi þeirra á nefndarsviði Alþingis sem stóð yfir í um tvær klukkustundir. 

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, að loknum fundi í dag. Hún ...
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, að loknum fundi í dag. Hún mun hitta forsetann klukkan 17. mbl.is/Eggert

Birgitta sagði niðurstöðuna vera vonbrigði. „En það er bara þannig að ef fólk treystir sér ekki til þess að fara það langt út fyrir þægindarammann er ekki hægt að þrýsta á að fólk sé að fara í samstarf án þess að hafa sannfæringu fyrir því að það sé að framfylgja þeim kosningaloforðum sem það var kosið á þing fyrir.“

Spurð nánar út í hvers vegna hafi slitnað upp úr viðræðunum sagði hún að ekki hefði verið hægt að ná sátt um útfærsluna á sjávarútvegsmálunum.  Flokkarnir hafi samt sem áður verið sammála um megintilganginn. Einnig hafi flokkarnir ekki náð sátt um útgjaldalið ríkisins.

Birgitta sagði alla hafa lagt mikið á sig og vandað sig í viðræðunum. „Ég hef ennþá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. En ef fólk er ekki komið á þann stað að það upplifi að það sé tilbúið til að ganga lengra þá er ekki hægt að þvinga það. Þetta er ekki í mínum eða okkar huga algjörlega fullreynt en fólk þarf svigrúm núna. Þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka þetta kefli," sagði hún. 

„Ég hef ennþá trú á að þessir fimm flokkar geti gert ótrúlega mikilvæga hluti til umbóta í þessu samfélagi og ég er ekki að sjá nein önnur stjórnarmynstur geta gert það."

Hún sagði það ekki vera úr sögunni að þessir fimm flokkar geti myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir að það hafi tvívegis verið reynt. Rétt sé samt að annar fái umboðið að svo stöddu. Miðað við aðferðafræði forsetans sé Framsóknarflokkurinn líklegastur til að fá umboðið til stjórnarmyndunar núna. Einnig segir hún koma til greina að þingmenn fái aftur rými þannig að allir geti talað við alla.

Birgitta sagði að mögulega þurfi að kjósa aftur. „Ég veit ekki hvort það sé skynsöm leiða eða hvort við eigum að leyfa þinginu að fara í gegnum fjárlög án þess að það sé nein ríkisstjórn. Það getur verið mjög þroskandi aðferðafræði en ég óttast að þjóðstjórnarmynstrið væri ekki gagnlegt því það þýðir að við myndum ekki gera neitt. Þá er betra að kjósa eða setja á utanþingsstjórn." 

Að sögn Birgittu hafa samræðurnar á milli flokkanna verið mjög gagnlegar. „Við höfum komst mjög langt með ofboðslega marga málaflokka. Við tókum okkur nákvæmlega viku og mér finnst hægt að byggja mikið á þeirri vinnu sem nú þegar hefur átt sér stað. Þetta er gagnlegt inn í framtíðina, hvað sem gerist."

Hún bætti við núna komi tækifæri til að sýna að hægt sé að vinna á annan hátt. Framundan séu stór og erfið mál í tengslum við fjárlögin sem þurfi að fara í gegnum þingið. „Núna reynir svolítið á einhverja aðra aðferðafræði og ég vona að við getum nýtt okkur það á meðan við bíðum eftir að hér komi starfandi ríkisstjórn."

Frétt mbl.is: Telja VG vera vandamálið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ferjan biluð næstu vikurnar

18:50 Breiðafjarðaferjan Baldur er biluð falla siglingar yfir fjörðinn því niður næstu þrjár til fjórar vikurnar. Ekki er ljóst hvað veldur biluninni en hana má rekja til bilunar í aðalvél skipsins. Þetta kemur fram á RÚV. Meira »

Vegir lokaðir víða um land

18:37 Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Sömu sögu er að segja af Kleifaheiði á sunnanvörðum Vestfjörðum. Hringvegurinn er lokaður frá Hrútafirði að Vatnsdal. Lokað er bæði í Öræfasveit vegna óveðurs og á Lyngdalsheiði. Meira »

Tekjurnar ekki verið lægri síðan 2008

18:37 Um leið og útflutningsverðmæti dregst saman hækkar veiðigjald og hefur í sumum tilvikum fjórfaldast. Þróunin gæti m.a. leitt til frekari samþjöppunar í greininni og hægt á endurnýjun skipa og tækja. Meira »

Skólp hreinsað hjá 90% þjóðarinnar

17:57 Að fimm árum liðnum verða 90% landsmanna tengdir skólphreinsistöð, nái þær framkvæmdir sem áætlaðar eru fram að ganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á Íslandi. Meira »

Tvö handtekin í tengslum við vændi

17:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karl og konu um hádegisbil í dag í þágu rannsóknar hennar á umfangsmikilli vændisstarfsemi. Meira »

Holtavörðuheiði og fleiri vegum lokað

17:25 Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á versnandi færð á Facebook-síðu sinni en af þeim sökum er til að mynda Holtavörði heiði lokuð og skilyrði víða annars staðar í umdæminu slæm. Meira »

Þjóðveginum um Öræfasveit lokað

16:53 Þjóðvegi 1 um Öræfasveit hefur verið lokað vegna veðurs en lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hvasst er víða á landinu en áður hafði verið greint frá lokun vega á Vestfjörðum. Meira »

Ræða kynferðisofbeldi í pólitíkinni

16:54 Tæplega sex hundruð konur hafa skráð sig í hóp á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem umræður fara fram um kynferðisáreiti og annað kynferðisofbeldi sem konur hafi orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum í gegnum tíðina. Meira »

Íslenski hesturinn nýtur sín í nýju myndbandi

16:41 „Aðalmarkmiðið er að kynna íslenska hestinn og sýna hvers fjölhæfur hann er. Hann er vinalegur, kraftmikill, ævintýragjarn og fyrir alla,“ segir Þórdís Anna Gylfadóttir verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu um kynningarmyndband Horses of Iceland sem var frumsýnt í dag. Meira »

Flateyrarvegi lokað – víða ófært

16:15 Snjóflóð féll á Flateyrarveg, nokkru fyrir innan Flateyri, fyrir rúmlega klukkustund. Veginum hefur verið lokað en auk þess er vegurinn um Súðavíkurhlíð enn lokaður. Meira »

Björg leiðir starfshóp um persónuvernd

16:06 Starfshópur hefur verið skipaður til að aðstoða Björgu Thorarensen, prófessor í lögfræði við Háskóla Íslands og formann Persónuverndar, við að innleiða reglugerð um breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins. Meira »

Segir sjálfstæðismenn í vandræðum

15:32 Björn Valur Gíslason, fyrrverandi varaformaður Vinstri grænna, segir að sjálfstæðismenn séu í miklum vandræðum með ráðherraval í viðræðunum um stjórnarmyndun sem nú standa yfir. Meira »

Keyrði á stelpu og lét sig hverfa

15:06 „Frekar mikið sjokkerandi að fá símtal frá barninu sínu að það hafi verið keyrt á það á meðan það gekk yfir gangbraut, sérstaklega þegar mamma og pabbi eru langt í burtu.“ Þannig hefjast skrif Ingibjargar Elínar Halldórsdóttur á Facebook en í gær var keyrt á dóttur hennar þar sem hún var að ganga yfir gangbraut. Meira »

Tveir skjálftar upp á 3,9 stig

14:07 Tveir jarðskjálftar urðu norðaustur af Bárðarbungu í Vatnajökli nú rétt fyrir klukkan tvö eftir hádegi. Mældust þeir báðir 3,9 stig. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Fjölmiðlaskýrsla væntanleg fyrir áramót

14:40 Stefnt er á að skila skýrslu með tillögum um bætt rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla fyrir áramót. Að sögn Björgvins Guðmundssonar, formanns fimm manna nefndar sem annast skýrslugerðina, liggja tillögur nefndarinnar fyrir en ekki er búið að ganga frá skýrslunni. Meira »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...