Birgitta skilar umboðinu

Birgitta Jónsdóttir ræddi við fjölmiðla að loknum fundi.
Birgitta Jónsdóttir ræddi við fjölmiðla að loknum fundi. mbl.is/Eggert

Forystufólk stjórnmálaflokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun hefur ákveðið að slíta viðræðunum.

Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, hittir forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 17 í dag þar sem hún mun skila umboðinu til stjórnarmyndunar. 

Þetta kom fram að loknum fundi þeirra á nefndarsviði Alþingis sem stóð yfir í um tvær klukkustundir. 

Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, að loknum fundi í dag. Hún ...
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, að loknum fundi í dag. Hún mun hitta forsetann klukkan 17. mbl.is/Eggert

Birgitta sagði niðurstöðuna vera vonbrigði. „En það er bara þannig að ef fólk treystir sér ekki til þess að fara það langt út fyrir þægindarammann er ekki hægt að þrýsta á að fólk sé að fara í samstarf án þess að hafa sannfæringu fyrir því að það sé að framfylgja þeim kosningaloforðum sem það var kosið á þing fyrir.“

Spurð nánar út í hvers vegna hafi slitnað upp úr viðræðunum sagði hún að ekki hefði verið hægt að ná sátt um útfærsluna á sjávarútvegsmálunum.  Flokkarnir hafi samt sem áður verið sammála um megintilganginn. Einnig hafi flokkarnir ekki náð sátt um útgjaldalið ríkisins.

Birgitta sagði alla hafa lagt mikið á sig og vandað sig í viðræðunum. „Ég hef ennþá sannfæringu fyrir því að við gætum náð saman. En ef fólk er ekki komið á þann stað að það upplifi að það sé tilbúið til að ganga lengra þá er ekki hægt að þvinga það. Þetta er ekki í mínum eða okkar huga algjörlega fullreynt en fólk þarf svigrúm núna. Þá finnst mér rétt að einhver annar fái að taka þetta kefli," sagði hún. 

„Ég hef ennþá trú á að þessir fimm flokkar geti gert ótrúlega mikilvæga hluti til umbóta í þessu samfélagi og ég er ekki að sjá nein önnur stjórnarmynstur geta gert það."

Hún sagði það ekki vera úr sögunni að þessir fimm flokkar geti myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir að það hafi tvívegis verið reynt. Rétt sé samt að annar fái umboðið að svo stöddu. Miðað við aðferðafræði forsetans sé Framsóknarflokkurinn líklegastur til að fá umboðið til stjórnarmyndunar núna. Einnig segir hún koma til greina að þingmenn fái aftur rými þannig að allir geti talað við alla.

Birgitta sagði að mögulega þurfi að kjósa aftur. „Ég veit ekki hvort það sé skynsöm leiða eða hvort við eigum að leyfa þinginu að fara í gegnum fjárlög án þess að það sé nein ríkisstjórn. Það getur verið mjög þroskandi aðferðafræði en ég óttast að þjóðstjórnarmynstrið væri ekki gagnlegt því það þýðir að við myndum ekki gera neitt. Þá er betra að kjósa eða setja á utanþingsstjórn." 

Að sögn Birgittu hafa samræðurnar á milli flokkanna verið mjög gagnlegar. „Við höfum komst mjög langt með ofboðslega marga málaflokka. Við tókum okkur nákvæmlega viku og mér finnst hægt að byggja mikið á þeirri vinnu sem nú þegar hefur átt sér stað. Þetta er gagnlegt inn í framtíðina, hvað sem gerist."

Hún bætti við núna komi tækifæri til að sýna að hægt sé að vinna á annan hátt. Framundan séu stór og erfið mál í tengslum við fjárlögin sem þurfi að fara í gegnum þingið. „Núna reynir svolítið á einhverja aðra aðferðafræði og ég vona að við getum nýtt okkur það á meðan við bíðum eftir að hér komi starfandi ríkisstjórn."

Frétt mbl.is: Telja VG vera vandamálið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Baráttan við bjarnarklóna

14:30 Vinnuhópur á vegum Reykjavíkur vinnur að því að hreinsa bjarnarkló í Laugarnesi. Plöntunni hefur fjölgað mikið síðustu ár og finnst einna helst í einkagörðum. Ef safi úr plöntunni kemst í tæri við húð getur hann valdið slæmum blöðrum og brunasárum. Meira »

Alvarlegt vinnuslys í Keflavík

13:32 Alvarlegt vinnuslys varð í Plastgerð Suðurnesja um hádegið. Maður klemmdist illa í vinnuvél og hefur verið fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. Þetta staðfesti lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is. Meira »

Björgunarsveitarmenn í háska í Hvítá

13:21 Þrír björgunarsveitarmenn lentu í háska við Bræðratungubrú í Hvítá í dag eftir að bátur þeirra varð vélarvana. Hending réð því að aðrir nærstaddir björgunarsveitarmenn athuguðu með hópinn og sáu þá þrjá björgunarsveitarmenn fasta við net undir Bræðratungubrú. Meira »

Ætla að lagfæra og breikka Gjábakkaveg

13:15 „Það hefur staðið lengi til að gera þetta,“ segir Einar Magnússon, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, þegar hann er inntur eftir því hvort standi til að breikka Gjábakkaveg á Þingvöllum. Rúta fór þar út af veginum á miðvikudag og framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins sagði veginn stórhættulegan. Meira »

Berghlaupið skoðað í þrívídd

12:32 Sprungan sem myndast hefur í Litlahöfða á Fjallabaki er um 155 metra löng og er er flatarmál brotsins um 3.800 fermetrar, eða sem nemur hálfum fótboltavelli. Áætlað rúmmál brotsins er á bilinu 160 til 400 þúsund rúmmetrar, en það fer eftir því við hvaða stærð brotsins er miðað. Meira »

Missteig sig og lagðist niður á graseyju

12:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keyrði ölvaða konu heim í nótt sem hafði lagst til hvílu á graseyju við strætóskýli í Kópavogi. Þá handtók hún tvo menn grunaða um akstur undir áhrifum. Meira »

Vill ryðja brautina

11:30 Svo gæti farið að á Íslandi rísi fyrsta verksmiðja heims sem endurvinnur veiðarfæri til fulls. Bretinn Paul Rendle-Barnes skoðar möguleikann á að reisa verksmiðjuna hérlendis en hann segir Ísland ákjósanlegt land fyrir starfsemi af þessum toga. Meira »

Stígamót hreinsuð af ásökunum

11:48 Stígamót hafa verið hreinsuð af ásökunum og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, hefur tekið við því hlutverki að nýju. Guðrún steig til hliðar á meðan úttekt var gerð á vinnuumhverfi Stígamóta, eftir yfirlýsingu níu kvenna um neikvæða reynslu sína af starfi samtakanna. Meira »

Fanginn labbaði í burtu

11:19 Fanginn sem slapp á Akureyri í gær var laus í rúmar 5 klukkustundir og fannst í kvikmyndahúsi. Þegar hann slapp var hann við garðvinnu við lögreglustöðina og gekk í burtu á meðan fangavörðurinn sem var með honum hafði brugðið sér frá. Meira »

Salan aukist frá fyrri stórmótum

11:10 „Treyjusalan hefur aukist mjög, bæði í aðdraganda mótsins og núna þegar það er farið í gang,“ segir Þorvaldur Ólafsson, eigandi Errea á Íslandi, um treyjusölu í kringum Evrópumót kvenna í knattspyrnu. Meira »

Nafn mannsins sem lést í Gullfossi

10:47 Maðurinn sem lést í Gullfossi á miðvikudag og leitað hefur verið að undanfarna tvo daga hét Nika Begades. Hann var 22 ára frá Georgíu, búsettur í Reykjanesbæ og hafði stöðu hælisleitanda hér á landi. Hann var einhleypur og barnlaus. Meira »

Standa saman í blíðu og stríðu

09:50 Emil Atlason, knattspyrnumaður og bróðir Sifjar Atladóttur, er á leiðinni til Hollands og mun styðja stelpurnar það sem eftir lifir móts. Hann segir mikla spennu ríkja innan fjölskyldunnar fyrir mótinu í sumar. Meira »

Vöknuðu við að húsið lék á reiðiskjálfi

09:13 Sóley Kaldal, sem dvelur nú á grísku eyjunni Rhodos, varð vel vör við jarðskjálftann sem varð úti fyrir ströndum Grikklands í nótt. Jarðskjálftinn mældist 6,7 að styrk og kostaði tvo ferðamenn á eyjunni Kos lífið. Meira »

Í toppstandi þrátt fyrir aldur

08:18 „Heyskapurinn gengur mjög vel núna,“ segir Helgi Þór Kárason, bóndi í Skógarhlíð í Reykjahverfi sem er í syðsta hluta Norðurþings, en hann var að dreifa heyi er fréttaritara Morgunblaðsins bar að garði. Meira »

Milljónatjón vegna röskunar ferða

07:57 Röskun á ferðum Herjólfs til Landeyjahafnar á háannatíma veldur ferðaþjónustuaðilum í Vestmannaeyjum miklu tjóni.  Meira »

Sér til sólar á Norðaustur- og Austurlandi

08:31 Hægur vindur verður á landinu í dag, skýjað og þokuloft eða súld fram eftir morgni. Það léttir víða til á Norðaustur- og Austurlandi í dag, en líkur eru þó á stöku síðdegisskúrum. Í öðrum landshlutum er hins vegar talið ólíklegt að sjái til sólar. Meira »

Ingibjörg Sólrún tekin til starfa

08:05 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifaði í gær undir samning til þriggja ára sem framkvæmdastjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE. Stofnunin er lítt þekkt almenningi þar sem hún er meira að beita sér gegn aðildarríkjum en ekki opinberlega. Hún tók formlega við stöðunni í gær. Meira »

Tíu vilja stýra Jafnréttisstofu

07:46 Tíu sóttu um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu á Akureyri sem velferðarráðuneytið auglýsti laust til umsóknar 24. júní síðastliðinn. Meira »
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 _ Svörum ...
Ukulele
...
Trilla til sölu
Trillan Fákur er til sölu. hann er 5,80m ekki skoðanaskildur 20 hö búk disel, d...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
 
Deiliskipulag
Tilboð - útboð
Kjósarhreppur Kjósarhreppur a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Hollvinasamtaka Heilsustofn...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...