Með Scream-grímu er hann stakk konuna

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. mbl.is/Kristinn

Maðurinn sem stakk konu með hnífi í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi á mánudagsmorgun skildi eftir sig hnífinn og grímu lík þeirri sem varð fræg í Scream-hryllingsmyndunum. Árásarmaðurinn er enn ófundinn.

Rúv greindi fyrst frá þessu. 

Frétt mbl.is: Huldi andlit sitt með grímu

Að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, er verið að rannsaka bæði hnífinn og grímuna til að finna út hvort þar finnist vísbendingar um hver var þarna að verki.

Ekki liggur fyrir hvort fingraför hafi fundist á hnífnum.

Scream-gríma lík þeirri sem maðurinn skildi eftir sig.
Scream-gríma lík þeirri sem maðurinn skildi eftir sig.

Árásin átti sér stað í stigagangi hússins, á milli jarðhæðar og annarrar hæðar. Var konan, sem er starfsmaður við stöðina, á leiðinni upp en árásarmaðurinn á leið niður.

Konan fékk skurð á handlegg þannig að blæddi úr. 

Að sögn Gríms hefur töluverður fjöldi ábendinga borist lögreglunni vegna málsins og er verið að vinna úr þeim. Hann segir að ábendingarnar hafi komið frá hinum og þessum borgurum.

Frétt mbl.is: Hnífamannsins enn leitað 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert