Gagnvirk leikföng eru sögð geta verið varasöm

Róbótinn i-Que.
Róbótinn i-Que.

Nokkurt úrval er af gagnvirkum leikföngum ætluðum börnum sem tengjast netinu á einhvern hátt og ný norsk úttekt sýnir að tvær gerðir þessara leikfanga uppfylla ekki kröfur um öryggi og persónuvernd.

Forstjóri Neytendastofu segir að með tilkomu gagnvirkra leikfanga sé fyllsta ástæða til að endurskoða þann staðal sem lagður er á leikföng.

Norska neytendastofnunin skoðaði nýlega notendaskilmála og tæknilega eiginleika tveggja gagnvirkra leikfanga sem eru dúkkan My Friend Cayla og vélmennið i-Que. Niðurstaðan var að þau uppfylltu ekki evrópskar kröfur um neytendavernd, öryggi og persónuvernd. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þessi leikföng hafa ekki verið seld hér á landi.

My Friend Cayla.
My Friend Cayla.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert