„Enginn virðist treysta neinum“

Agnes Sigurðarsóttir, biskup Íslands.
Agnes Sigurðarsóttir, biskup Íslands. mbl.is/Golli

Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði traust að umtalsefni í nýárspredikun sinni í Dómkirku Reykjavíkur í morgun. Hún sagði að traustið, sem væri grundvallarstoð mannlegs samfélags, væri brostið „og sýnist á stundum að enginn virðist treysta neinu né neinum.“

„Sem kirkja og sem samfélag erum við í þörf fyrir reformation, endurnýjun, siðbót. Það er hrópað á slíkt. En illa gengur að finna þann grundvöll sem við viljum standa traustum fótum á og byggja fyrirmyndarsamfélag á. En kirkjan hefur svarið og kristin trú hefur svarið. En það er ekki í tísku að virða þær systur viðlits í almennri umræðu,“ sagði Agnes.

„Samt er það yfirlýst stefna meirihluta þjóðarinnar að tilheyra kristnum samfélögum. Og menn ganga fram í þeim anda sem Kristur sjálfur birti og boðaði. Það kemur til dæmis fram hjá samtökum áhugafólks um starf í þágu flóttamanna sem stóð fyrir samverustund fyrir hælisleitendur í ráðhúsi Reykjavíkur í gærkveldi. Það kemur fram hjá einstaklingum og samtökum sem styðja við bakið á þeim sem þurfa stuðning og hjálp. Það kemur fram í jákvæðum greinaskrifum þar sem yfirvöldum og fleirum er bent á leiðir til lausnar og vakin athygli á því sem betur má fara. Það kom fram á þjóðfundinum sem haldinn var árið 2009 þar sem fundarmenn lögðu af mörkum í einn heildstæðan gagnagrunn um gildismat og hugmyndir íslensku þjóðarinnar. Þar voru gildin sem nefnd voru öll í anda barnsins sem látinn var heita Jesús. Jafnrétti, jöfnuður, virðing, kærleikur, réttlæti, ábyrgð, heiðarleiki, frelsi, traust, svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Agnes ennfremur.

Hér má lesa predikun biskups í heild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert