Gleðin skein úr hverju andliti

Stemningin var frábær í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi.
Stemningin var frábær í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Ljósmynd/pressphotos.biz

„Þetta var algjörlega frábært,“ segir Þórunn Ólafsdóttir, formaður Akkeris, sam­taka áhuga­fólks um starf í þágu flótta­manna, í samtali við mbl.is en samtökin stóðu fyrir samverustund fyrir hælisleitendur í gærkvöldi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

„Það mættu vel á fjórða hundrað manns og gleðin var mikil meðal gesta,“ segir Þórunn en ýmis skemmtiatriði voru í boði og á meðal þeirra sem komu fram voru Magga Stína og Megas. „Auk þess lét tónlistarfólk úr röðum gesta til sín taka,“ segir Þórunn og bætir við að allt hafi gengið upp.

Frétt mbl.is: Vilja bjóða fólkið velkomið

Aðspurð óskar hún þess að gamlárspartí hælisleitenda verði ekki árlegur viðburður vegna þess að hún vonar að enginn verði á flótta um næstu áramót.

En þetta er auðvitað bara upphafið af starfi okkar hérna heima á Íslandi sem við vitum ekki hvert leiðir. Það er ljóst að hér þarf fleiri hendur til að sinna þessum hóp, þó til að mynda Rauði krossinn og fleiri vinni mjög gott starf, þá nær það ekki utan um allt sem þarf að gera,“ segir Þórunn og bendir á að Akkeri sjái fyrir sér að reyna að fylla í þessi skörð eftir bestu geti á nýju ári í samvinnu við almenning.

Það er nefnilega verkefni fyrir allt samfélagið að láta sem flestum líða vel.

Fólk á öllum aldrei skemmti sér konunglega.
Fólk á öllum aldrei skemmti sér konunglega. Ljósmynd/pressphotos.biz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert