Fór ekki hærra en 20 metra

Veggur Hörpu á björtum degi.
Veggur Hörpu á björtum degi.

Engin hætta var á ferðum þegar vélfygli var flogið við Hörpu síðdegis í dag. Þetta segir Bjarni Gunnar Kristinsson, matreiðslumeistari á Hörpudiski og áhugaljósmyndari, í samtali við mbl.is.

Lögreglunni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing síðdeg­is í dag um flygildi sem var á sveimi yfir Hörpu, en samkvæmt upplýsingum frá henni veldur fljúgandi vélfygli á þessu svæði hættu fyrir flugvélar sem eru að fljúga að Reykjavíkurflugvelli.

Bjarni segist hafa verið með flygildið á flugi í aðeins rúmar tvær mínútur, að taka upp efni fyrir viðburð hjá kokkalandsliðinu.

„Ég var búinn að fá leiðbeiningar hjá Samgöngustofu, þar sem fram kom að það mætti ekki fljúga ofar en 149 metra,“ segir Bjarni og bætir við að flygildið hafi ekki einu sinni flogið hærra en 20 metra frá jörðu.

Þá finnst honum einkennilegt að haft hafi verið samband við lögreglu.

„Hún hefur sjálfsagt nóg annað að gera.“

Frétt mbl.is: Vélfygli olli hættu við Hörpu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert