Evrópufrumvarp verði lagt fyrir Alþingi

Björt ræddi við félaga sína fyrir fundinn í kvöld.
Björt ræddi við félaga sína fyrir fundinn í kvöld. mbl.is/Golli

„Það verður unnið í sátt og það verður þjóðaratkvæðisgreiðsla framkvæmd af Alþingi,“ sagði Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, um Evrópumálin eftir að stjórnarsáttmálinn var samþykktur á stjórnarfundi flokksins. 

Björt sagði að frumvarpið yrði ekki lagt fram af ríkisstjórninni heldur myndu Evrópuflokkarnir reyna að leggja fram frumvarp á seinni hluta kjörtímabilsins.

Frétt mbl.is: Björt framtíð samþykkti sáttmálann

Stjórn Bjartr­ar framtíðar samþykkti stjórn­arsátt­mála fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar með 51 atkvæði gegn 18 eft­ir langa fund­ar­setu í kvöld.

„Fólk var ánægt með ýmis fingraför sem Björt framtíð hefur sett á þennan sáttmála en það var dálítið hugsi yfir ESB niðurstöðunni. Það verður bara að segjast eins og er en staðan er þannig að Evrópuflokkarnir fengu ekki afgerandi stuðning í kosningunum og þess vegna er niðurstaðan ásættanleg í því ljósi,“ sagði Björt enn fremur.

Spurð um sjávarútvegsmálin sagði Björt að þau væru opin til túlkunar. Ýmsir möguleikar verði skoðaðir, þar á meðal markaðstengt auðlindagjald. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert