Bíræfnir þjófar í Hafnarfjarðarkirkju

Hafnarfjarðarkirkja
Hafnarfjarðarkirkja mbl.is/Ómar Óskarsson

Pels og úlpu var stolið úr fatahengi Hafnarfjarðarkirkju nýverið þegar erfidrykkja fór fram í safnaðarheimili kirkjunnar.

Þó að stuldir séu ekki algengir þar nefnir Ottó R. Jónsson, staðarhaldari í Hafnarfjarðarkirkju, að veski hafi verið stolið á meðan kistulagning stóð yfir í október auk þess sem ungur maður var staðinn að verki inni á skrifstofu Ottós í nóvember þar sem hann gramsaði í peningaveski hans.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag býst Ottó við því að í kjölfar þessara mála verði sett upp skilti í fatahengi kirkjunnar þar sem fólk er varað við því að geyma dýrar flíkur og verðmæti í fatahenginu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert