Ofankoma á Vesturlandi

Búast má við ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu á vestanverðu …
Búast má við ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu á vestanverðu landinu í dag. mbl.is/Styrmir Kári

Búast má við ofankomu víðast hvar á vestanverðu landinu, ýmist rigningu, slyddu eða snjókomu, að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Líklegast er að snjómugga verði á fjallvegum á svæðinu fram eftir degi en á láglendi hláni fljótlega og fari að rigna.

Inn til landsins, fjarri sjávarsíðunni, gæti þó verið frost og þar með snjókoma fram eftir degi. Í kvöld hlýnar enn meira, og er viðbúið að hláni í hæstu fjallstoppa á Vestfjörðum í kvöld en austan til í fyrramálið.

Það eru hálkublettir í Þrengslum, en hálka eða hálkublettir eru á flestum vegum á Suðurlandi. Þó er hringvegurinn að mestu auður.

Hálkublettir eða hálka er á flestum vegum á Vesturlandi. Þó er þæfingsfærð á Vatnaleið og ekki eru komnar fréttir af Fróðárheiðinni. Á Vestfjörðum er víðast hvar hálka.

Hálka eða snjóþekja er á vegum á Norðurlandi. Verið er að hreinsa vegi þar sem þess þarf. Enn er ófært á Hófaskarði en þæfingur á Hólaheiði.

Á Austurlandi er víða nokkur hálka, einkum inn til landsins. Upplýsingar vantar um Vatnsskarð eystra. Mikið er autt með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert