Færeyjasöfnun lýkur í kvöld

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum.

Fjársöfnun í þágu björgunarsveita Færeyinga lýkur á miðnætti í kvöld. Markmiðið er að safna 6,7 milljónum króna sem er áætlað tjón á búnaði sjálfboðaliðanna sem unnu að björgunarstörfum í fárviðrinu í Færeyjum um nýliðin jól.

Um 5,4 milljónir hafa safnast og heitið er á landsmenn að bæta við þeirri rúmu milljón sem upp á vantar til að ná settu marki. „Stuðning­ur við björg­un­ar­sveit­irn­ar er stuðning­ur við alla Fær­ey­inga,“ segir Rakel Sig­ur­geirs­dótt­ir, einn aðstand­enda Fær­eyja­söfn­un­ar.

Afar þakklát fyrir stuðninginn

Fjár­söfn­un­in fór vel af stað í lok nýliðins árs og þá söfnuðust þrjá millj­ón­ir króna á þrem­ur sól­ar­hring­um. Veru­lega hægðist svo á í söfn­un­inni þegar greint var frá því að Fær­ey­ing­ar teldu sig ekki þurfa á stuðningn­um að halda. „Það var óheppi­legt enda ekki rétt. Þvert á móti; björg­un­ar­sveit­ir Fær­ey­inga eru afar þakk­lát­ar fyr­ir þenn­an stuðning og þurfa á hon­um að halda,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um söfn­un­ar­inn­ar.

Í ofsaveðrinu um jólin skemmdist mikilvægur búnaður björgunarsveitarinnar sem gerði það að verkum að björgunarsveitarmenn gátu ekki haft samband sín á milli. Þar sem gert sé ráð fyrir að Fær­ey­ing­ar muni standa frammi fyr­ir fleiri ofsa­veðrum þurfi björgunarsveitirnar að vera vel búnar og stuðningurinn muni koma sér afar vel. Rakel bendir á að Færeyingar hafi stutt vel við bakið á Íslendingum í gegnum tíðina og staðið fyrir sambærilegum söfnunum t.d. eftir Heimaeyjargosið og snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík.

Formanni Lands­sam­bands björg­un­ar­fé­lag­anna í Fær­eyj­um hefur verið boðið að koma hingað til lands til að veita fénu viðtöku 3. febrúar, en Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður einnig viðstaddur. 

Frek­ari upp­lýs­ing­ar á Fés­bók: Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar eru frænd­ur eða viðburðinum Styðjum Fær­ey­inga! þar sem fólk get­ur sett fram hlýj­ar kveðjur til Fær­ey­inga.

Þeim sem vilja leggja söfn­un­inni lið er bent á reikn­ing­inn 1161 26 006000. Kt. 170961-7819.

Frétt mbl.is: „Mjög nauðsynlegur stuðningur“

Aðstandendur Færeyjasöfnunar 16.
Aðstandendur Færeyjasöfnunar 16. Ljósmynd/Færeyjasöfnun16
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert