Opið í Hlíðarfjalli og Stafdal

Það er gaman í snjónum!
Það er gaman í snjónum! mbl.is/Styrmir Kári

Opið verður á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli milli kl. 10 og 16. Hiti er 3 stig á svæðinu, vindur 3 m/s og fallegt veður, að því er fram kemur í tilkynningu. Opnar lyftur eru Auður, Fjarkinn, Skálabraut, Stropur og Töfrateppið.

Í tilefni World Snow Day verður blásið til fagnaðar í fjallinu og fá börn og unglingar að 18 ára aldri frítt í allar lyftur. Þá verður 20% afsláttur fyrir alla gesti af leigubúnaði í skíðaleigunni.

Dagskrá dagsins:

Ratleikur í samstarfi við SKA kl. 13:00-14:30

Verðlaunaafhending fyrir ratleik kl. 14:30

Heitt kakó í boði kl. 14:30-15:30

Klossadiskó kl. 14:30-15:30

Á skíðasvæðinu í Stafdal verður einnig haldið upp á World Snow Day. Frítt er í fjallið fyrir börn og kakó á boðstólnum, svo eitthvað sé nefnt. Opið verður frá 10 til 16.

Þá er opið á skíðasvæðinu í Skarðsdal kl. 10 til 16. Þar er sunnan gola, 13 stiga hiti og léttskýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert