Mega vera einir á ný í flugstjórnarklefa

Þess er ekki lengur krafist að fleiri en einn séu …
Þess er ekki lengur krafist að fleiri en einn séu í stjórnklefanum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Flugfélögin Icelandair og WOW air hafa nú slakað á þeirri öryggisreglu að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefa farþegaþotna sinna, en reglunni var komið á eftir að aðstoðarflugstjóri farþegaþotu Germanwings, Andreas Lubitz, sem þjáðist af þunglynd grandaði vél sinni vísvitandi í frönsku Ölpunum í mars árið 2015.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir það hafa verið tilmæli rannsóknarnefndar flugslysa í Frakklandi (BEA) að flugfélög ættu að einbeita sér að sálfræðimati, greiningu og stuðningi við flugmenn.

„Forvarnir og sálfræðigreining eru talin betri leið til að koma í veg fyrir svona harmleik. Verklagið að hafa alltaf tvo í stjórnklefa er ekki talið nægjanlega árangursríkt,“ segir Guðjón og bendir á að lagt hafi verið til að í ráðningarferli sé stuðst við sálfræðimat. Einnig var lagt til að reglulegar heilbrigðisskoðanir flugmanna yrðu bættar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert