Tveir menn sjást koma úr rauða bílnum

Bíllinn sést aka nokkrum sinnum inn og út af hafnarsvæðinu.
Bíllinn sést aka nokkrum sinnum inn og út af hafnarsvæðinu. mbl

Samkvæmt heimildum mbl.is sjást tveir menn koma úr rauðum KIA Rio bíl þegar hann kemur fyrst inn á hafnarsvæðið að morgni laugardags. Þetta sést úr öryggismyndavélum á svæðinu. Bíllinn stöðvast við grænlenska togarann Polar Nanoq um stund. Úr honum ganga tveir menn. Bílnum er ekið af stað stuttu síðar. Keyrir hann nokkrum sinnum af hafnarsvæðinu og þangað inn aftur.

Í flestum þessara ferða virðist ökumaður vera einn á ferð. Er tímaramminn á bilinu 6 og 6:30 að morgni laugardags um liðna helgi.  

Ólíkt því sem verið hefur í mörgum myndavélum sem sýna ferðir Birnu Brjánsdóttur eru öryggismyndavélarnar á hafnarsvæðinu nýlegar og er myndefnið því mjög skýrt.

Einnig eru öryggismyndavélar við tanka Atlantsolíu sem eru á Óseyrarbraut á hafnarsvæðinu en þær snúa ofan á bensíndælur en ekki í átt að Hvaleyrarlóni við syðsta odda hafnarsvæðisins þar sem skór sem taldir eru af Birnu fundust. 

Tveir menn sjást koma úr rauðum KIA Rio árla morguns …
Tveir menn sjást koma úr rauðum KIA Rio árla morguns á laugardag nærri togaranum Polar Nanoq,
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert