Birna Brjánsdóttir

Matsmaður fenginn í mál Birnu

23.5. Þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock mun mæta fyrir dóm í máli gegn Thom­as Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir morð á Birnu Brjánsdóttur. Hlut­verk rétt­ar­meina­fræðings í mál­inu er að svara fimm spurn­ing­um er liggja fyr­ir. Olsen var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. júní. Meira »

Enn vantar réttarmeinafræðing

16.5. Önnur fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Thom­asi Møller Ol­sen, sem ákærður er fyr­ir að hafa orðið Birnu Brjáns­dótt­ur að bana, fór fram í Héraðsdómi Reykja­ness í dag. Enn hefur ekki fengist réttarmeinafræðingur til að taka málið að sér. Meira »

Hróplegt ósamræmi í frásögn Olsens

28.4. Ákæruvaldið telur frásögn Thomas Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana að morgni sunnudagsins 15. janúar sl. vera í hróplegu ósamræmi við sönnunargögn í málinu. Meira »

Gæti farið fram á dómkvaðningu matsmanns

25.4. Verjandi Thomasar Møller Ol­sen, sem ákærður er fyrir að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, bað fyrir rétti í dag um viðbótarfrest áður en aðalmeðferð málsins hefst til að klára yfirferð gagna. Þetta kom fram við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Meira »

Grænlendingar vilja aðalræðisskrifstofu

18.4. Líklegt er að Grænlendingar opni aðalræðisskrifstofu á Íslandi innan tíðar. Grænlenska þingið tekur til umræðu í byrjun maí tillögu um að veita fé til aðalræðisskrifstofu í Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Rúv. Meira »

Aðalmeðferð gæti farið fram í maí

10.4. Óski verjandi ekki eftir frekari gagnaöflun eða ef farið er fram á nýjar rannsóknaaðgerðir má gera ráð fyrir því að aðalmeðferð í morðmáli Birnu Brjánsdóttur fari fram í maí. Þetta sagði Kolbrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari og saksóknari málsins, eftir þingfestingu málsins í dag. Meira »

Hinn skipverjinn laus allra mála

9.4. Skipverjinn sem var handtekinn í tengslum við dauða Birnu Brjánsdóttur en síðan sleppt er laus allra mála. Vitað er að hann fór heim til Grænlands en Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segist búast við því að hann verði kallaður hingað til lands til að bera vitni. Meira »

Þingfesting í máli Olsen á mánudag

6.4. Þingfesting í máli ákæruvaldsins gegn Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á mánudaginn kl. 13. Ákæra í málinu var gefin út fyrir viku en héraðsdómur fékk málið til sín sama dag. Meira »

Verður birt fyrirkall í dag eða á morgun

5.4. Thom­as Møller Ol­sen, græn­lensk­um karl­manni sem setið hef­ur í gæslu­v­arðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjáns­dótt­ur, verður líklegast birt fyrirkall í málinu í dag eða seinasta lagi á morgun. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í samtali við mbl.is. Meira »

Ákærður fyrir að hafa banað Birnu

30.3. Grænlenski karlmaðurinn sem setið hefur í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. Var hann jafnframt úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðahald fyrir Héraðsdómi Reykjaness upp úr klukkan þrjú í dag. Meira »

Þrjár vikur til stefnu í máli Birnu

24.3. „Við erum bara með málið til meðferðar,“ segir héraðssaksóknari. Í dag er ein vika liðin frá því að embættinu bárust gögn vegna hvarfs og and­láts Birnu Brjáns­dótt­ur. Embættið hefur því þrjár vikur til viðbótar til stefnu. Meira »

Engin játning í máli Birnu

16.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun á morgun senda mál vegna hvarfs og andláts Birnu Brjánsdóttur til héraðssaksóknara sem mun svo taka ákvörðun um ákæru. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Styttist í að rannsókn ljúki

9.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að vinna í því að klára rannsóknina á máli Birnu Brjánsdóttur. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns eru niðurstöður úr rannsóknum á lífssýnum að berast annað slagið en þær eru ekki allar komnar. Meira »

4 vikna áframhaldandi gæsluvarðhald

2.3. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í dag áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur. Heimilaði héraðsdómur 4 vikna gæsluvarðhald til viðbótar, en maðurinn var látinn laus úr einangrun í gær og er nú vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Meira »

Bíða enn eftir niðurstöðum

2.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður eftir síðustu niðurstöðum úr rannsóknum á lífsýnum áður en gögnum í máli Birnu Brjánsdóttur er skilað til ákæruvaldsins. Meira »

Tvær matsbeiðnir lagðar fram

9.5. Fyrirtaka í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Møller Olsen, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Meira »

Tveir stórir skjálftar í Bárðarbungu

20.5. Tveir stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í kvöld, nánar tiltekið í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni. Sá fyrri var af stærð 3,8, en sá seinni var 3,9 að stærð. Meira »

Fundu blóð á úlpu hins ákærða

25.4. Lögreglan fann blóð úr Birnu Brjánsdóttur á úlpu Thom­asar Møllers Ol­sens sem ákærður er fyrir að hafa myrt hana. Einnig sýndi rannsókn fram á að önnur föt hans, sem höfðu verið þvegin, höfðu komist í snertingu við mikið af blóði. Meira »

Olsen í gæsluvarðhald til 23. maí

25.4. Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. maí. Svo hljómar úrskurður Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp rétt í þessu. Meira »

Allir fylgdust með og vildu hjálpa

12.4. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn telur að rannsókn lögreglu á máli Birnu Brjánsdóttur hafi tekist vel. Hann er ánægður með hvernig til tókst við rannsókn þessa dapurlega máls en Grímur var viðmælandi í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í kvöld. Meira »

Olsen segist saklaus í máli Birnu

10.4. Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, segist saklaus af ákæru málsins, bæði því að hafa banað Birnu og að hafa flutt inn 23 kíló af kannabisefnum. Þetta kom fram í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Veittist að Birnu í bílnum

9.4. Thom­as Møller Ol­sen, sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, er sagður hafa veist að Birnu með ofbeldi í rauðu Kia Rio-bifreiðinni. Í ákæru gegn honum segir að hann hafi slegið hana ítrekað í andlit og höfuð. Meira »

Móðir Birnu óskar eftir næði

6.4. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur, hefur ekkert fylgst með framgangi málsins og biðlar til fjölmiðla að þeir leiti ekki eftir skoðun hennar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hennar. Meira »

„Ekkert venjulegt“ við handtöku í skipi

31.3. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem hafði umsjón með rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur, segir að útgáfa ákæru á hendur Thomas Møller Olsen fyrir að hafa orðið Birnu að bana sé í samræmi við það sem rannsóknardeild lögreglunnar bjóst við. Hann telur að rannsókn lögreglu hafi verið rétt framkvæmd. Meira »

Framhald í máli Birnu ákveðið í dag

30.3. Krafa héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur verður tekin fyrir í héraðsdómi klukkan 15 í dag. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í 10 vikur, en saksóknari hefur heimild til að halda mönnum í varðhaldi í 12 vikur. Meira »

„Þetta er bara sá tími sem við höfum“

17.3. Ólaf­ur Hauks­son héraðssak­sókn­ari staðfestir að mál vegna hvarfs og andláts Birnu Brjánsdóttur sé komið til hans embættis. Ólafur hefur fjórar vikur til að ákveða hvort ákæra verði gefin út á hendur skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Meira »

Senda málið til héraðssaksóknara

15.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að mestu lokið rannsókn á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur. Á föstudag er stefnt að því að senda málið til héraðssaksóknara sem mun svo taka ákvörðun um ákæru. Meira »

Viðurkenndi smygl á hassinu

2.3. Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa verið valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur hefur viðurkennt að hafa ætlað að smygla um ríflega 20 kílóum af hassi til Grænlands með togaranum Polar Nanoq. Hann neitar hins vegar sem fyrr að hafa valdið dauða Birnu. Meira »

Verður leiddur fyrir dómara í dag

2.3. Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í dag yfir manninum sem grunaður er um að vera valdur að dauða Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Jón H. B. Sorrason aðstoðarlögreglustjóri, sem segir manninn verða leiddan fyrir héraðsdóm í dag. Meira »

Neitar ennþá sök

1.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur ekki ástæðu til að láta grænlenska skipverjann, sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, sitja lengur í einangrun. Manninum var sleppt úr einangrunarvist í gærdag og hann fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Meira »