Birna Brjánsdóttir

Faðir Birnu vill fjölga myndavélum

25.2. Fjölga þarf eftirlitsmyndavélum í miðbænum og ekki síður huga að gæðum þeirra. Þetta segir Brjánn Guðjónsson, faðir Birnu Brjánsdóttur. Brjánn lýsir þessari skoðun í færslu á Facebook-síðu sinni í dag Meira »

Rannsókn ljúki innan þriggja vikna

23.2. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir það markmið lögreglunnar að ljúka við rannsókn í máli Birnu Brjánsdóttur á innan við þremur vikum. Meira »

Niðurstöður úr lífsýnunum farnar að berast

20.2. Niðurstöður eru teknar að berast úr þeim sýnum sem lögregla sendi utan til rannsóknar vegna andláts Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. „Við erum búin að fá einhverjar niðurstöður, en við erum alls ekki búin að fá úr öllu,“ segir hann. Meira »

Úrskurðaður í áframhaldandi varðhald

16.2. Maður sem grunaður er um að hafa orðið vald­ur að dauða Birnu Brjáns­dótt­ur og hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi síðustu fjórar vik­urn­ar hef­ur verið úr­sk­urðaður í áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald í tvær vik­ur vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Meira »

Yfirheyrðu manninn í morgun

15.2. Lögregla yfirheyrði í morgun manninn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í fjörunni við Selvogsvita 22. janúar. Þetta stafesti Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem hefur yfirumsjón með rannsókninni, í samtali við mbl.is. Meira »

Berast enn ábendingar í máli Birnu

13.2. Lögreglu berast enn ábendingar í máli Birnu Brjánsdóttur, sem hún er að skoða. Þetta segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sem fer með rannsóknina á máli Birnu. Töluvert magn sýna og muna voru send utan til greiningar og segir Grímur því ekki óeðlilegt að niðurstöður lífsýnarannsókna hafi enn ekki borist. Meira »

„Versta tímabilið“ í sögu Polar Seafood

11.2. Henrik Leth, stjórnarformaður Polar Seafood, sem gerir út grænlenska togarann Polar Nanoq, segir dagana í kjölfar máls Birnu Brjánsdóttur hafa verið þá erfiðustu í sögu fyrirtækisins. Meira »

Réttarstaða skipverjans gæti breyst

10.2. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, á ekki von á því að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur verði gerð opinber fyrr en ákæra er gefin út í málinu. Meira »

Ljóst að fjölmiðlar hafi séð myndbandið

8.2. Rannsókn lögreglu á máli mannsins, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, miðar ágætlega. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekki lögð áhersla á að finna vopn

8.2. Sakborningi í sakamáli tengdu andláti Birnu Brjánsdóttur hafa verið kynntar þær upplýsingar sem lögreglan hefur undir höndum. Játning liggur ekki fyrir. Meira »

Telja Birnu hafa drukknað

6.2. Lögregla telur að Birna Brjánsdóttir hafi drukknað. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV sem segist einnig hafa heimildir fyrir því að krufning bendi til þess að Birna hafi verið með lífsmarki þegar hún lenti í sjónum. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir lögreglu ekki tjá sig um dánarorsök Birnu. Meira »

Ljóð og lag til minningar um Birnu

5.2. „Ég var í heimsókn hjá vinafólki þegar fréttirnar komu og þegar ég var að keyra heim röðuðu þessi orð sér saman með þessum hætti, þegar maður var að hugleiða þetta mál,“ segir Friðrik Erlingsson rithöfundur sem samdi ljóðið Alein til minningar um Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Ákærufresturinn 12 vikur frá handtöku

5.2. „Ég get ekkert farið út í það hvort það hefur eitthvað fundist og þá hvað,“ segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn um leitina sem stendur yfir í Selvogi. Verið er að fylgja eftir ábendingu sem barst lögreglu en meðal þess sem er leitað er eru sími og fatnaður Birnu Brjánsdóttur. Meira »

Leit við Selvogsvita í dag

5.2. Hópur björgunarsveitarmanna mun í dag taka þátt í leit á svæði við Selvogsvita á Reykjanesi, í námunda við staðinn þar sem Birna Brjánsdóttir fannst látin 22. janúar. Verið er að fylgja eftir vísbendingu sem tengist málinu, að sögn lögreglunnar. Meira »

„Þetta var allt svo ótrúlega dapurlegt“

4.2. Skipverjum á togaranum Polar Nanoq leið ekki eins og grunuðum mönnum þegar þeir sigldu inn í Hafnarfjarðarhöfn eftir að skipið sneri aftur til Íslands í tengslum við rannsóknina á hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Niels Jacob Heinesen, kokkur á togaranum, í samtali við færeyska ríkisútvarpið en hann er frá Færeyjum. Meira »

Einangrunarvist hræðileg afplánun

25.2. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi grænlenska skipverjans sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana, segist ekki hafa séð nein rök fyrir því að halda manninum í einangrun vikum saman. Hann telur að of mikið sé um einangrunarúrskurði. Meira »

Staðfesti gæsluvarðhaldið

20.2. Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa valdið dauða Birnu Brjánsdóttur en maðurinn var úrskurðaður í tveggja vikna varðhald í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn. Meira »

Reyndi að hafa áhrif á framburð skipverjans

17.2. Lögregla telur að skipverjinn, sem enn er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, hafi reynt að hafa áhrif á framburð hins skipverjans sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur. Meira »

Krefjast áframhaldandi varðhalds

15.2. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir grænlenska sjómanninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Meira »

Verður væntanlega yfirheyrður á morgun

14.2. Lögregla gerir ráð fyrir að yfirheyra aftur á morgun manninn sem grunaður er um að vera valdur að láti Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin í fjörunni við Selvogsvita 22. janúar. Ekki liggja enn fyrir niðurstöður úr þeim lífsýnum sem lögregla sendi utan til rannsóknar. Meira »

Rannsókn á lífsýnum ekki lokið

12.2. „Það hefur svo sem engin breyting verið þannig lagað,“ segir Grímur Grímsson. Ekki hefur verið ákveðið hvenær maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna máls Birnu Brjánsdóttur verður næst yfirheyrður en gæsluvarðhald rennur út eftir fjóra daga. Meira »

Var yfirheyrður í morgun

10.2. Grænlenski karlmaðurinn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, var yfirheyrður af lögreglu í morgun. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn við rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Meira »

Fjölskylda Birnu þakkar stuðninginn

8.2. Fjölskylda Birnu Brjánsdóttur hefur sett inn kveðju á Facebook þar sem hún þakkar öllum þeim sem veittu stuðning og framlög í tengslum við útför og erfidrykkju Birnu, þ. á m. listamönnum, einstaklingum, fyrirtækjum og Landhelgisgæslunni. Meira »

„Svona lagað gerðist aldrei“

8.2. Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við breska dagblaðið The Independent að maðurinn, sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafi þrifið bílinn sem hann hafði á leigu við komu á höfnina skömmu fyrir hádegi á laugardeginum. Meira »

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald

7.2. Hæstiréttur hefur staðfest tveggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir skipverjanum sem er grunaður um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í síðasta mánuði. Meira »

Síðast yfirheyrður á fimmtudaginn

6.2. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, verður yfirheyrður. Að sögn Gríms Grímssonar yfirlögregluþjóns hefur hann ekkert verið yfirheyrður síðan á fimmtudaginn og ekki er fyrirsjáanlegt hvenær það verður. Meira »

Eigur Birnu gætu vísað á staðinn

5.2. Leitinni sem stóð yfir við Selvog í dag er að ljúka. Ekkert fannst sem hægt er að tengja við rannsóknina, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns. Hann segir tilgang leitarinnar m.a. að reyna að komast að því með óyggjandi hætti hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir í sjónum. Meira »

Sérhæft leitarfólk í Selvogi

5.2. Á fimmta tug sérhæfðra björgunarsveitarmanna eru nú við leit í nágrenni Selvogsvita á Reykjanesi. Lögreglan sóttist eftir aðstoð björgunarsveitanna við leit á svæðinu vegna vísbendingar sem barst um helgina og tengist rannsókn á andláti Birnu Brjánsdóttur. Meira »

„Það er stúlkan, Birna“

4.2. „Í fyrstu fengum við ekki að vita neitt, bara að eitthvað væri að dælu í vélarrúminu,“ segir Niels Jacob Heinesen, kokkur á Polar Nanoq. Hann segir fíkniefnamálið sem kom upp engu skipta í stóra samhenginu. „Það er stúlkan, Birna,“ segir hann. Meira »

Fjölmenni við útför Birnu

3.2. Mikið fjölmenni var við útför Birnu Brjánsdóttur sem fram fór frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag. Var hvert sæti skipað en athöfnin hófst í kirkjunni klukkan þrjú. Meira »