Fara á fund Danadrottningar

Forsetahjónin eru á förum í sína fyrstu opinberu heimsókn.
Forsetahjónin eru á förum í sína fyrstu opinberu heimsókn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þriðjudaginn 24. janúar nk. hefst opinber heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, og Elizu Reid forsetafrúar til Danmerkur. Venju samkvæmt er Danmörk fyrsti áfangastaður í opinberri heimsókn nýs forseta Íslands til útlanda.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra verður með í för, ásamt opinberri sendinefnd sem í eru fulltrúar mennta- og fræðasamfélagsins auk embættismanna frá utanríkisráðuneyti og embætti forseta. Heimsóknin stendur fram á fimmtudagsmorgun, 26. janúar.

Heimsóknin hefst að morgni þriðjudags með formlegri athöfn við Amalíuborgarhöll þar sem Margrét Danadrottning og Hinrik prins munu taka á móti forsetahjónunum, að því er fram kemur í ítarlegri umfjöllun um dagskrár heimsóknarinnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert