Farið yfir myndefni úr bílum

Lögreglan óskaði eftir birtingu á þessum myndum. Bíllinn er af …
Lögreglan óskaði eftir birtingu á þessum myndum. Bíllinn er af gerðinni Kia Rio. Ljósmyndir/Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til ökumanna bifreiða sem búa yfir myndavélabúnaði að þeir yfirfari myndefnið í þeirri von að það geti gagnast lögreglu við leit hennar að Birnu Brjánsdóttur. Hér er einvörðungu og aðeins átt við myndefni sem tekið var upp laugardagsmorguninn 14. janúar frá kl. 7–11.30, segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Leitað að myndefni frá Suðvestur- og Suðurlandi

mbl

Jafnframt er tekið fram að einungis er verið að leita eftir myndefni frá umræddu tímabili sem kann að sýna rauðan smábíl af gerðinni Kia Rio. Leitað er eftir myndefni frá höfuðborgarsvæðinu og utan þess, raunar frá stórum hluta suðvestanlands, þ.e. á Reykjanesi, Suðurlandi (að Selfossi) og Vesturlandi (upp í Borgarfjörð).

Vitað er að margir ökumenn, ekki síst atvinnubílstjórar, búa yfir slíkum myndavélabúnaði og eru hinir sömu beðnir um að yfirfara myndefnið með framangreint í huga.

Þeir sem búa yfir slíkum myndavélabúnaði og vilja koma myndefni til lögreglu eru beðnir að athuga:

  • Að búið sé að fara yfir myndefnið og kanna hvort þar sé bifreið sem getur átt við lýsinguna.
  • Að tímasetning á atviki komi fram.

Það að fara yfir myndbönd er mjög tímafrekt og til að nýta mannafla lögreglu sem best biður lögreglan fólk að gæta að þessu.

Upplýsingum má koma á framfæri í síma lögreglu 444 1000, í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert