Hassið metið á 228-326 milljónir

Polar Nanoq við bryggju.
Polar Nanoq við bryggju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Götuverð hassins sem fannst um borð í togaranum Polar Nanoq er minnst um 228 milljóna króna virði í Nuuk. Þetta kemur fram í frétt grænlenska miðilsins Sermitsiaq. Héraðsdóm­ur Reykja­ness úr­sk­urðaði í gær skip­verja af Pol­ar Nanoq í gæslu­v­arðhald til næst­kom­andi mánu­dags vegna fíkni­efna­fund­arins. 

Frétt mbl.is - Gæsluvarðhald fram á mánudag

Gripið verður til harðra aðgerða 

Hans Enoksen, ráðherra sjávarútvegs og dýraveiða á Grænlandi, varar útgerðir á Grænlandi við og segir að gripið verði til harðra aðgerða verði áhafnir uppvísar að því að smygla fíkniefnum til Grænlands. Hann segir að ef málum sem þessum fari að fjölga þurfi klárlega að herða reglur um leyfisveitingar og úthlutun kvóta.

Í skýrslu heimastjórnar Grænlands frá árinu 2016 kemur fram að götuverð eins gramms af hassi sé á milli 700 og 1.000 danskar krónur. Í skipinu Polar Nanoq fundust um 20 kíló af hassi og því má gera ráð fyrir að götuverð þess sé minnst um 14 milljónir danskra króna eða um 228 milljónir íslenskra króna. Í fámennari byggðarlögum getur virði efnisins þó verið meira eða allt að 326 milljóna króna ef reiknað er með að grammið kosti um 1.000 krónur danskar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert