Lægsta boð 630 milljónum undir áætlun

Smábátahöfnin á Þingeyri við Dýrafjörð.
Smábátahöfnin á Þingeyri við Dýrafjörð. mbl.is/Helgi Bjarnason.

Lægsta tilboðið í Dýrafjarðargöng nam tæpum 8,7 milljörðum króna. Það voru Metrostav og Suðurverk sem voru með lægsta boðið en það var um 630 milljónum lægra en kostnaðaráætlun.

Næstu boð á eftir námu um það bil sömu upphæð og kostnaðaráætlun sagði til um, eða rúmlega 9,3 milljörðum.

Frétt mbl.is: Tilboð opnuð í Dýrafjarðargöng

Tilboð í Dýrafjarðagöng voru opnuð fyrr í dag en sjö verktakar sendu inn gögn vegna forvals útboðs og voru þeir allir valdir til að taka þátt. Fimm verktakar skiluðu að lokum inn tilboði og hafa fjórir þeirra reynslu af jarðgangagerð á Íslandi.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að reiknað sé með því að framkvæmdir hefjist síðar á árinu en áður en það gerist þarf að fara yfir tilboðin og semja við verktakann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert