Ríkisstjórnin stýrir öllum nefndunum

Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar.
Formennirnir átta eru allir stjórnarliðar. Ljósmyndir/Alþingi

Enginn stjórnarandstöðuflokkur fer með formennsku í átta fastanefndum Alþingis. Þetta er ljóst eftir formannskjör innan nefndanna í morgun og gærmorgun. Þvert á móti eru sex formenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, einn úr röðum Viðreisnar og einn frá Bjartri framtíð.

Þegar litið er nánar yfir formennina má sjá að þeir skiptast jafnt eftir kyni. Elstur þeirra er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks fyrir Suðurkjördæmi, fæddur árið 1954.

Yngsti formaðurinn er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, flokkssystir Páls úr Reykjavíkurkjördæmi norður, fædd árið 1990.

Reykjavíkurkjördæmi suður og Suðurkjördæmi eiga tvo formenn hvort um sig. Hin fjögur kjördæmin eiga svo einn formann hvert.

Byggt sé á hlutfallslegum þingstyrk

Í lögum um þingsköp segir að tillaga um skipun nefndanna skuli byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna.

Nánar tiltekið er í 14. grein laganna kveðið á um kosningu fastanefnda, þar sem segir að formenn þingflokka skuli á þingsetningarfundi leggja fram tillögu um skipun nefndanna.

Tillagan skal byggjast á hlutfallslegum þingstyrk flokkanna og miðast við heildarfjölda nefndarsæta, annars vegar í fastanefndum og hins vegar í alþjóðanefndum,“ segir í ákvæðinu, en stjórnarflokkarnir hafa á að skipa 32 þingmönnum, aðeins einum fleiri en stjórnarandstaðan.

Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna.
Birgir Ármannsson sagði samkomulag ekki hafa náðst við stjórnarandstöðuna. mbl.is/Golli

„Teygðu sig mjög langt“

Eins og áður hefur verið greint frá, náðist þó ekki samkomulag á milli stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar um formennsku í nefndunum átta. Var því kosið um embætti formanna og tveggja varaformanna, á fundi hverrar nefndar.

„Stjórn­ar­flokk­arn­ir teygðu sig mjög langt til stjórn­ar­and­stöðunn­ar um helg­ina, en þeim líkaði ekki hvernig við sáum þetta fyr­ir okk­ur, svo það varð ekki úr þetta heild­ar­sam­komu­lag,“ sagði Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is í gær.

Bætti hann við að rétt væri að halda því til haga, að sam­komu­lag hefði náðst um skip­an formanna í átta alþjóðanefnd­um þings­ins, þar sem hlut­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar yrði meiri en tíðkast hefði til þessa.

Frétt mbl.is: Gætu haft formennsku í öllum fastanefndum

Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan ...
Stjórnarflokkarnir höfðu lýst því sjónarmiði, að rétt væri að stjórnarandstaðan hefði tvo formenn af átta. mbl.is/Styrmir Kári

„Rýrt í roðinu og klént“

Stjórnarandstaðan hafði tvo formenn af átta í nefndunum á síðasta kjörtímabili. Þótti það í samræmi við þáverandi þingstyrk, en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafði 38 þingmenn í sínum röðum, gegn 25 þingmönnum stjórnarandstöðu.

Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, fór þá fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis, og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, leiddi velferðarnefnd.

Núverandi stjórn­ar­flokk­ar höfðu fyrr á þessu ári lýst því sjón­ar­miði, að þeir teldu eðli­legt að þeir fengju for­mennsku í sex þing­nefnd­um, Sjálf­stæðis­flokk­ur í fimm þeirra, Viðreisn í einni og loks stjórn­ar­andstaðan í tveim­ur.

Það fannst stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um vera rýrt í roðinu og klént, eins og Birgitta Jóns­dótt­ir, formaður þing­flokks Pírata, orðaði það þá.

Frétt mbl.is: Engin sátt um formennsku í þingnefndum

Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins.
Birgitta gagnrýnir vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert

Hægt að skipta um formenn nefnda

Birgitta hefur sömuleiðis gagnrýnt sitjandi ríkisstjórn fyrir að ljá ekki stjórnarandstöðunni formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Í pontu Alþingis í morgun sagði hún það ekki að ástæðulausu að nefnd­in hefði verið sett á lagg­irn­ar. Það hefði verið ákveðið í kjöl­far efna­hags­hruns­ins árið 2008 og skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is.

„Þá var það lagt til að for­mennska þess­ar­ar nefnd­ar yrði hjá stjórn­ar­and­stöðu, þar sem í því fæl­ist meðal ann­ars mögu­leiki fyr­ir Alþingi til að tryggja sjálf­stæði sitt gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu,“ sagði Birgitta og bætti við að stórfurðulegum vinnu­brögðum Sjálf­stæðis­flokks­ins væri um að kenna, að svo háttaði ekki nú.

Frétt mbl.is: „Stórfurðuleg vinnubrögð“

Ekki er þó loku fyrir það skotið að formennska í fastanefndunum skipti um hendur að svo komnu. Segir í þingskapalögum að nefnd geti hvenær sem er kosið að nýju formann eða varaformenn, ef fyrir liggur beiðni meirihluta nefndarmanna. Fellur þá fyrri kosning úr gildi.

mbl.is

Innlent »

Fríverslun forsenda farsældar Íslands

18:50 Forsenda þeirrar velmegunar sem Ísland hefur notið til þessa er fríverslun. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra á fundi Félags atvinnurekenda í morgun þar sem fjallað var um fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Sagði ráðherrann Ísland vera skólabókardæmi um mikilvægi fríverslunar. Meira »

Í farbanni vegna gruns um smygl á fólki

18:40 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að karlmaður sem grunaður er um smygl á fólki sæti farbanni allt til föstudagsins 10. nóvember næstkomandi. Við komu mannsins hingað til lands fundust á honum skilríki annars fólks, í tösku, sem hann sagðist svo ekki eiga. Meira »

Lögbannsmál geta tekið nokkrar vikur

18:35 Næsta skref í lögbannsmálinu er að Glitnir HoldCo fái útgefna réttarstefnu hjá héraðsdómi en frestur til að fá stefnu útgefna er vika. Engin gögn eru til um meðaltíma málsmeðferðar í lögbannsmálum. Meira »

Frysta ástand meðan málið er hjá dómstólum

18:24 Með því að fallast á lögbannskröfu er embætti sýslumanns að frysta tiltekið ástand á meðan að málið er til meðferðar hjá dómstólum. Þetta segir í yfirlýsingu frá Þórólfi Halldórssyni, sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, vegna lögbanns sem lagt var á fréttir Stundarinnar og Reykjavík Media sem unnar voru úr gögnum sem komu innan úr Glitni. Meira »

Gamli Iðnaðarbankinn jarðsunginn

18:10 Stórhýsi Iðnaðarbankans við Lækjargötu 12, sem reis á árunum 1959-1963, verður jarðsungið á fimmtudaginn kl. 18. „Okkur langar að heiðra minningu byggingarinnar,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt og einn af skipuleggjendum jarðsöngsins. Meira »

„Setur málin í undarlegt samhengi“

17:55 „Ég fór hvorki fram á lögbannið sjálfur, né átti aðild að þessu,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um lögbann sem sett var frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media, upp úr gögnum innan úr Glitni. Meira »

Önnur vél send til að sækja farþega

17:29 Ákveðið hefur verið að senda aðra flugvél til Alicante á Spáni til að sækja farþega Primera Air sem voru um borð í vél sem snúið var til baka til flugvallar skömmu eftir flugtak um miðjan dag í dag. Við skoðun kom í ljós bilun kom í ljós í olíusíu í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Taskan í vélinni en eigandi ekki

17:40 Seinka þurfti flugtaki hjá vél flugfélagsins WOW air um rúmlega klukkustund í gærmorgun. Þegar vélin var komin út á flugbraut kom í ljós að farþegi sem hafði skráð tösku með í flugið var ekki um borð. Meira »

Össur segir kjósendur VG vilja í ESB

17:18 Össur Skarphéðinsson segir dauðafæri á ESB aðild fyrir Ísland í færslu á Facebook síðu sinni þar sem hann ræðir nýja könnun sem sýni að meirihluti kjósenda VG styðji aðild að ESB. Það skapi dauðafæri á ESB aðildarviðræðum. Meira »

Miðflokkurinn fær enga sérmeðferð

16:59 Miðflokkurinn mun ekki koma við sögu í neinum þeirra fjögurra málefnaþátta sem RÚV sýnir vegna komandi alþingiskosninga. „Ef við ætlum að setja upp sérstakar tökur fyrir Miðflokkinn værum við að brjóta jafnræði sem við erum að beita gagnvart öllum flokkum,“ segir Heiðar Örn, kosningaritstjóri RÚV. Meira »

Í varðhaldi vegna lífshættulegrar árásar

16:55 Hæstiréttur staðfesti í dag að karlmaður muni sæta gæsluvarðhaldi til 7. nóvember vegna hnífstungu­árás­ar í Æsu­felli í Breiðholti 3. október. Meira »

Slagveður suðvestanlands á morgun

15:51 Heldur fer að hvessa í kvöld suðvestanlands en í nótt og fyrramálið má gera ráð fyrir hviðum allt að 30 m/s á Reykjanesbraut samfara slagveðursrigningu. Gert er ráð fyrir 30-35 m/s á Kjalarnesi, undir Hafnarfjalli og undir Eyjafjöllum. Meira »

Afar óheppileg tímasetning lögbanns

15:42 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir lögbann sýslumannsins í Reykjavík, á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni, út í hött. Meira »

Vél Primera snúið við vegna bilunar

15:23 Flugvél Primera Air Nordic var fyrr í dag snúið til baka til Alicante á Spáni skömmu eftir flugtak vegna tæknibilunar. Vélin, sem hefur flugnúmerið 6F108, var á leið til Keflavikur frá Alicante og skömmu eftir flugtak kviknuðu varúðarljós sem bentu til bilunar í öðrum hreyfli vélarinnar. Meira »

Sjáðu hvort nafnið þitt var notað

15:22 Nú getur þú farið í pósthólfið þitt á mínum síðum á Ísland.is til að kanna hvort nafn þitt hafi verið skráð á meðmælendalista einhvers framboðanna sem hugðust bjóða fram til Alþingis þann 28. október 2017. Þetta kemur fram á heimasíðu Þjóðskrár Íslands. Meira »

„Óviðunandi í lýðræðisríki“

15:25 Kristján Þór Júlíusson, menntamálaráðherra og æðsti yfirmaður fjölmiðla á Íslandi, segir að fjölmiðlar eigi ekki að þola inngrip af hálfu ríkisvaldsins vegna ritstjórnarstefnu, efnistaka eða heimildarmanna sinna. „Slíkt er að minni hyggju óviðunandi í lýðræðisríki“. Meira »

Óþolandi árás á tjáningarfrelsið

15:22 PEN á Íslandi, samtök rithöfunda, þýðenda og ritstjóra sem vilja standa vörð um tjáningarfrelsið, fordæma lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari umfjöllun Stundarinnar og Reykjavík Media um tengsl stjórnmálamanna og fjármálastofnanna sem unnin er upp úr gögnum þrotabús Glitnis. Meira »

Styrkja þjónustu við þolendur ofbeldis

15:09 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur veitt Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri samtals 15 milljónir króna til að fjármagna stöður sálfræðinga sem sinna þjónustu við þolendur ofbeldis. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
Renault Megan Classic 2008
Renault Megane 20007 - beinskiptur bensínbíll, ekinn um 96.000 km, vel við haldi...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðssalnum. N...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...