Áhersla á svæði þar sem styttri viðbragðstími er vegna hugsanlegs Kötlugoss

Horft yfir Mýrdalsjökul í vesturátt. Eldstöðin er undir þykkri jökulbreiðunni.
Horft yfir Mýrdalsjökul í vesturátt. Eldstöðin er undir þykkri jökulbreiðunni. mbl.is/RAX

Ferðaþjónustuaðilar eru hvattir til að skerpa á viðbragðsáætlunum sínum. Lögregluyfirvöld á Suðurlandi hafa fundað með aðilum í ferðaþjónustu á svæðinu vegna aukins óróa í Kötlu, en fram hefur komið að vísindamenn telja að um þessar mundir séu meiri líkur en venjulega á gosi í Kötlu.

Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, segir að lögð sé áhersla á að leggja fyrr í umfangsmeiri aðgerðir, svo sem eins og að loka ferðamannaleiðum, svo ekki sé fólk á þeim svæðum þar sem viðbragðstími er styttri en annars staðar.

Kjartan segir jafnframt að um þrjár leiðir sé að ræða sem hlaup úr Kötlu geti farið. Niður Mýrdalssand, sem er líklegast, um Sólheimasand eða niður Markarfljót. 16

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert