Lítil mannekla í leikskólum

Enn eru ómönnuð 50 stöðugildi á leikskólum í Reykjavík.
Enn eru ómönnuð 50 stöðugildi á leikskólum í Reykjavík. mbl.is/Golli

Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær og Seltjarnarnes þurfa að sögn viðmælenda í sveitarfélögunum ekki að hliðra leikskólastarfsemi sinni vegna starfsmannaskorts.

Greint var frá því í fyrir helgi að um 50 stöðugildi vantaði á leikskóla í Reykjavík. Hjá Kópavogsbæ er sagt að ekki þurfi að grípa til aðgerða vegna manneklu í ár en tekið fram að fyrir áramót hafi einn leikskóli liðið fyrir starfsmannaskort og þurft að senda börn heim.

Þá hefur Hafnarfjarðarbær ekki þurft að grípa til neinna aðgerða á leikskólum og hefur skólastarfið þar gengið sinn vanagang, en einungis ein staða er laus til auglýsingar á leikskólum í Hafnarfirði. Þá segja Garðbæingar ekki neina manneklu og því hefur ekki verið nein röskun á starfsemi leikskóla af þeim sökum. Leikskólinn á Seltjarnarnesi hefur heldur ekki þurft að hliðra starfsemi sinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert