Lýstu yfir vanþóknun á starfsháttum Braga

Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.
Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.

Samþykkt var að lýsa yfir vanþóknun á starfsháttum fyrrverandi skátahöfðingja á aukaskátaþingi sem haldið var í dag. Vantrauststillaga gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld.

Á þinginu var skorað á stjórn Bandalags íslenskra skáta, BÍS, að draga uppsögn fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka. Sú áskorun var samþykkt og bíður afgreiðslu stjórnarinnar.

Samkvæmt greinargerðum sem fylgdu tillögunum var vanþóknun og vantrausti lýst á þau vegna starfshátta og vinnubragða þeirra við uppsögn Hermanns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi, steig nýverið til hliðar vegna málsins og með vanþóknunaryfirlýsingunni, sem samþykkt var á þinginu í dag, staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar hans, segir í fréttatilkynningu frá BÍS.

Frétt mbl.is: „Vona að það skapist friður“

Í fréttatilkynningunni segir að niðurstaða þingsins hafi verið sú að vantrausttillagan gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld með yfirgnæfandi meirihluta og situr því Fríður Finna áfram í stjórn BÍS. Þar sem skátahöfðingi hefur stigið til hliðar er Fríður núna starfandi skátahöfðingi fram að næsta skátaþingi sem fer fram 10.-12. mars. Þá verður nýr skátahöfðingi kosinn.

Á þinginu tilkynnti Fríður Finna að hún muni ekki gefa áfram kost á sér í stjórn.

Á komandi skátaþingi var áætlað að kjósa um sæti aðstoðarskátahöfðingja, formanns ungmennaráðs og formanns upplýsingaráðs. Eftir að skátahöfðingi steig til hliðar í janúar bættist það sæti við kjörlistann. Á þinginu tilkynntu formaður alþjóðaráðs, Jón Þór Gunnarsson, og gjaldkeri, Sonja Kjartansdóttir, að þau gæfu kost á sér á ný og sæktust eftir endurnýjuðu umboði á komandi skátaþingi en þau hafa ekki lokið kjörtímabilum sínum.

Formaður dagskrárráðs, Una Guðlaug Sveinsdóttir sem á eitt ár eftir af sínu kjörtímabili, tilkynnti að hún ætlaði að hætta í stjórn í mars og sæi sér ekki fært að klára tímabilið. Ljóst er því að miklar mannabreytingar verða í stjórn BÍS í mars.

 Tilfinningaþrunginn tími

„Þetta er búið að reynast mjög erfiður og tilfinningaþrunginn tími fyrir alla skátahreyfinguna,“ er haft eftir Heiði Dögg Sigmarsdóttur, stjórnarmanni í BÍS, í fréttatilkynningu.

„Við ætlum núna að leggja áherslu á að skapa sátt og frið milli félagsmanna svo að við getum einblínt okkur að starfi skáta í landinu. Það er margt spennandi fram undan eins og alþjóðlega skátamótið World Scout Moot núna í sumar sem krefst mikils undirbúnings enda erum við að búast við hátt í 6.000 erlendum þátttakendum til Íslands. Síðan í mars munum við kjósa nýjan skátahöfðingja og aðstoðarskátahöfðingja. Við lítum björtum augum til framtíðar.“

Þessi frétt var uppfærð kl. 21.10 í kvöld eftir að svohljóðandi leiðrétting barst frá Bandalagi íslenskra skáta: 

„Því miður urðu örlítil mistök við gerð seinustu fréttatilkynningar þar sem talað var um vantrauststillögu á hendur Braga Björnssyni. Hið rétta er að um var að ræða vanþóknunaryfirlýsingu en ekki vantrauststillögu. Það leiðréttist hér með.

„Aukaskátaþing haldið á Kjalarnesi 4.febrúar 2017 að kröfu 16 skátafélaga lýsir yfir vanþóknun á starfsháttum og vinnubrögðum Braga Björnssonar fv. skátahöfðingja við uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS 13. desember 2016. Með þessari yfirlýsingu staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar Braga,“ segir í yfirlýsingunni.

Einnig skal leiðrétt að „áskorun til stjórnar BÍS að draga uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka“ var samþykkt af þinginu og er því nú komin inn á borð stjórnar BÍS til yfirferðar. Stjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi uppsögnina til baka eða ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Góð stund í firðinum

08:18 Ungmennakvöld, pub quis, kubbakeppni, froðugaman, bryggjuball og tónleikar eru meðal þess sem verður á bæjarhátíðinni „Á góðri stund í Grundarfirði“. Meira »

Sendi boð úr neyðarsendi

07:59 Bandarísk skúta sendi frá sér boð úr neyðarsendi um klukkan hálffjögur í nótt. Landhelgisgæslan óskaði eftir að rannsóknaskipið Árni Friðriksson færi á vettvang en skipið var í þrjátíu sjómílna fjarlægð frá staðsetningu sendisins. Búist er við að hann verði kominn á svæðið þá og þegar. Meira »

Sjaldgæft að breytt sé ákvörðun

07:57 Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari segir að það sé ekki algengt að embætti ríkissaksóknara felli niður ákvörðun héraðssaksóknara um að gefa ekki út ákæru í sakamáli en slíkt gerist þó. Meira »

Sótt í 90% íbúðalán

07:37 Tveir lánveitendur veita nú allt að 90% íbúðalán og segja talsverða eftirspurn vera eftir slíkum lánum.  Meira »

United Silicon greiðir milljarð í skuld

07:27 United Silicon þarf að greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Þriggja manna gerðardómur kvað upp úrskurð þess efnis á mánudag. Meira »

Hiti víða í 13 til 25 stig í dag

07:06 Hiti fer víða í 13 til 25 stig í dag og verður hlýjast inn til landsins en heldur svalara eystra þar sem þokuloft lætur á sér kræla. Íbúar á höfuðborgarsvæðinu geta glaðst því sólin skín og ekki er ský að sjá á himni. Gott veður verður á öllu landinu í dag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Meira »

Tveir ökumenn undir áhrifum í nótt

06:12 Tveir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna. Blóðsýni var tekið úr þeim báðum og þeim sleppt að henni lokinni. Báðir ökumennirnir voru teknir í nágrenni miðbæjarins. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Meira »

Ölfusárbrú lokuð fram eftir morgni

06:43 Lokað verður fyrir umferð inn á Ölfusárbrú fram til klukkan 8 eða 9 í dag miðvikudaginn 26. júlí. Umferð er á meðan beint um Eyrabakkaveg og Þrengslaveg. Vegna óviðráðnanlegra aðstæðna hafa framkvæmdir við malbikun á hringtorgi við Ölfusárbrú tafist. Meira »

Boða fund að loknu sumarleyfi

05:30 Skrifstofa borgarstjórans í Reykjavík hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar á forsíðu blaðsins í gær. Í umræddri frétt var fjallað um gagnrýni Samtaka iðnaðarins á störf byggingarfulltrúans í Reykjavík. Meira »

Lundaralli frestað vegna bilunar

05:30 Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu. Meira »

Unnið ítarlega að breytingum

05:30 Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Meira »

Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

05:30 Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi. Meira »

Meðalmálsmeðferðartími mun styttri

05:30 Meðalmálsmeðferðartími kærunefndar útlendingamála vegna kæra einstaklinga sem fengið höfðu synjun um alþjóðlega vernd hér á landi styttist verulega á milli áranna 2015 og 2016. Meira »

Grænlita Grafarlæk

05:30 Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar. Meira »

Harður árekstur á Grensásvegi

Í gær, 23:38 Harður árekstur varð nú á tólfta tímanum á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar þar sem að tveir bílar skullu saman.  Meira »

Borgin fimm ár að afgreiða mál

05:30 Jón Ólafur Ólafsson arkitekt segir byggingarfulltrúa í Reykjavík hafa verið fimm ár að afgreiða umsókn. Vegna þessara tafa hafi milljónir tapast. Meira »

Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

05:30 Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins. Meira »

Fótbrotnaði í mótorkrossbraut

Í gær, 23:27 Maður slasaðist á mótorkrosshjóli í Bolaöldu rétt fyrir átta í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá var maðurinn á ferð á mótorkrossbraut sem er á svæðinu þegar hann datt og fótbrotnaði. Meira »
Rúmnuddari á 7800 kr. Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur
Rúmnuddari Andlitspúði sem fer undir rúmdýnur , vatns og olíuheldur kr 7800. ...
Hársnyrtistóll með pumpu
Góður og þægilegur hársnyrtistóll auðvelt að skipta um áklæði. Verðhugmynd 15-20...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður m./leiðb. kl...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...