Lýstu yfir vanþóknun á starfsháttum Braga

Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.
Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.

Samþykkt var að lýsa yfir vanþóknun á starfsháttum fyrrverandi skátahöfðingja á aukaskátaþingi sem haldið var í dag. Vantrauststillaga gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld.

Á þinginu var skorað á stjórn Bandalags íslenskra skáta, BÍS, að draga uppsögn fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka. Sú áskorun var samþykkt og bíður afgreiðslu stjórnarinnar.

Samkvæmt greinargerðum sem fylgdu tillögunum var vanþóknun og vantrausti lýst á þau vegna starfshátta og vinnubragða þeirra við uppsögn Hermanns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi, steig nýverið til hliðar vegna málsins og með vanþóknunaryfirlýsingunni, sem samþykkt var á þinginu í dag, staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar hans, segir í fréttatilkynningu frá BÍS.

Frétt mbl.is: „Vona að það skapist friður“

Í fréttatilkynningunni segir að niðurstaða þingsins hafi verið sú að vantrausttillagan gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld með yfirgnæfandi meirihluta og situr því Fríður Finna áfram í stjórn BÍS. Þar sem skátahöfðingi hefur stigið til hliðar er Fríður núna starfandi skátahöfðingi fram að næsta skátaþingi sem fer fram 10.-12. mars. Þá verður nýr skátahöfðingi kosinn.

Á þinginu tilkynnti Fríður Finna að hún muni ekki gefa áfram kost á sér í stjórn.

Á komandi skátaþingi var áætlað að kjósa um sæti aðstoðarskátahöfðingja, formanns ungmennaráðs og formanns upplýsingaráðs. Eftir að skátahöfðingi steig til hliðar í janúar bættist það sæti við kjörlistann. Á þinginu tilkynntu formaður alþjóðaráðs, Jón Þór Gunnarsson, og gjaldkeri, Sonja Kjartansdóttir, að þau gæfu kost á sér á ný og sæktust eftir endurnýjuðu umboði á komandi skátaþingi en þau hafa ekki lokið kjörtímabilum sínum.

Formaður dagskrárráðs, Una Guðlaug Sveinsdóttir sem á eitt ár eftir af sínu kjörtímabili, tilkynnti að hún ætlaði að hætta í stjórn í mars og sæi sér ekki fært að klára tímabilið. Ljóst er því að miklar mannabreytingar verða í stjórn BÍS í mars.

 Tilfinningaþrunginn tími

„Þetta er búið að reynast mjög erfiður og tilfinningaþrunginn tími fyrir alla skátahreyfinguna,“ er haft eftir Heiði Dögg Sigmarsdóttur, stjórnarmanni í BÍS, í fréttatilkynningu.

„Við ætlum núna að leggja áherslu á að skapa sátt og frið milli félagsmanna svo að við getum einblínt okkur að starfi skáta í landinu. Það er margt spennandi fram undan eins og alþjóðlega skátamótið World Scout Moot núna í sumar sem krefst mikils undirbúnings enda erum við að búast við hátt í 6.000 erlendum þátttakendum til Íslands. Síðan í mars munum við kjósa nýjan skátahöfðingja og aðstoðarskátahöfðingja. Við lítum björtum augum til framtíðar.“

Þessi frétt var uppfærð kl. 21.10 í kvöld eftir að svohljóðandi leiðrétting barst frá Bandalagi íslenskra skáta: 

„Því miður urðu örlítil mistök við gerð seinustu fréttatilkynningar þar sem talað var um vantrauststillögu á hendur Braga Björnssyni. Hið rétta er að um var að ræða vanþóknunaryfirlýsingu en ekki vantrauststillögu. Það leiðréttist hér með.

„Aukaskátaþing haldið á Kjalarnesi 4.febrúar 2017 að kröfu 16 skátafélaga lýsir yfir vanþóknun á starfsháttum og vinnubrögðum Braga Björnssonar fv. skátahöfðingja við uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS 13. desember 2016. Með þessari yfirlýsingu staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar Braga,“ segir í yfirlýsingunni.

Einnig skal leiðrétt að „áskorun til stjórnar BÍS að draga uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka“ var samþykkt af þinginu og er því nú komin inn á borð stjórnar BÍS til yfirferðar. Stjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi uppsögnina til baka eða ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Andúð og fordómar ýta undir frekari brot

19:57 Brotalamir eru á betrun fanga á Íslandi. Mannekla, fjárskortur og samfélagið sjálft eru hindranirnar.  Meira »

Vann tæpar 24 milljónir króna í Lottó

19:52 Einn heppinn Lottóspilari var með allar tölur réttar í Lottó útdrætti vikunnar og er orðinn 23,8 milljónum króna ríkari. Lukku-Lottómiðann sinn keypti hann í 10-11 við Suðurfell í Reykjavík. Þá var einnig einn miðaeigandi með bónusvinninginn. Meira »

Sósíalistaflokkurinn býður ekki fram

19:45 Sósíalistaflokkur Íslands mun ekki bjóða fram lista í komandi alþingiskosningum. Þetta var niðurstaða félagafundar flokksins sem greint er frá í tilkynningu. Meira »

„Útmálaður mesti hrokagikkur landsins“

19:35 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikinn misskilning að þeir sem hæst hafa látið í málum tengdum uppreist æru sé meira annt um brotaþola og aðstandendur þeirra en öðrum. Hann segir það einfaldlega mikilvægt hjá sumum að þyrla upp moldviðri til að koma pólitísku höggi á Sjálfstæðisflokkinn. Meira »

Ásmundur Einar fer á móti Gunnari Braga

18:37 Ásmundur Einar Daðason hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hann greindi frá ákvörðun sinni á aukakjördæmaþingi flokksins sem fór fram fyrr í dag. Áður hafði Gunnar Bragi Sveinsson, oddviti flokksins, gefið kost á sér. Meira »

Fólk úr öðrum flokkum meðal frambjóðenda

18:14 Samvinnuflokkurinn, ný stjórnmálahreyfing sem skilgreinir sig frá miðju til hægri á hinum pólitíska skala, stefnir á að bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum. Meðal frambjóðenda flokksins verða fyrrverandi, og hugsanlega núverandi þingmenn annarra stjórnmálaflokka. Meira »

„Raddir fólksins“ á Austurvelli

17:05 „Raddir fólksins“ komu saman til útifundar á Austurvelli í dag þar sem helstu mál á dragskrá voru umræður um stjórnarskrána og stjórnarslitin í síðustu viku. Ræðumenn voru þau Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bergur Þór Ingólfsson leikari og leikstjóri. Meira »

Elsa Lára stígur til hliðar í Norðvestur

17:40 Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að stíga til hliðar og gefa ekki kost á sér á tvöföldu kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í kjördæminu þar sem kosið verður um fimm efstu sæti á lista. Meira »

Stóð ekki til að styðja eigin fjárlög

16:47 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir aldrei hafa staðið til að Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti þær skattahækkanir sem fram komu í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Meira »

Íslandsmót sleðahunda haldið í dag

16:42 Íslandsmeistaramót Sleðahundaklúbbs Íslands var haldið við Rauðavatn í Reykjavík í dag. Keppt var í ýmsum greinum svosem hjólatogi, sem á ensku nefnist bikejoring. Þá er hundur bundinn við hjól og togar það áfram líkt og um sleða væri að ræða. Meira »

Björn Ingi stofnar nýjan flokk

15:45 Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður hefur stofnað lénið samvinnuflokkurinn.is, en þvertekur þó fyrir að vera á leið í framboð. Vísir.is greinir frá þessu. Hægt er að fletta léninu upp á isnic.is og þar sést að hann er skráður rétthafi þess. Meira »

Rafræn prófkjör Pírata hafin

15:28 Kosning í prófkjörum Pírata fyrir alþingiskosningar 2017 er hafin, en framboðsfrestur rann út klukkan 15.00 í öllum kjördæmum og hófst kosning í kjölfarið. Aðildarfélög Pírata ráða formi kosninga. Meira »

Veggirnir ekki árekstrarprófaðir

15:13 Veggir beggja vegna Miklubrautar, milli Lönguhlíðar og Rauðarárstígs, kosta samtals 60 milljónir króna. Þeim er ætlað að bæta hljóðvist og umhverfisgæði íbúa og þeirra sem nota Klambratún sem og að stýra þverumferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Hvorugur veggjanna hefur verið árekstrarprófaður. Meira »

Frítekjumark verði 100.000 kr.

14:14 Frítekjumark tekna ellilífeyrisþega verður hækkað upp í 100.000 krónur á mánuði verði Sjálfstæðisflokkurinn við völd eftir kosningar. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns á fundi flokksmanna á Hótel Nordica í dag. Meira »

„Þeir brugðust sem stóðu manni næst“

13:33 „Þeir sem brugðust voru þeir sem stóðu manni næst,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísar hann þar til ákvörðunar Bjartrar framtíðar að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu og yfirlýsinga forystumanna Viðreisnar um að það hafi einnig staðið til hjá þeim. Meira »

Ástfangin Ágústa Eva gaf þessu séns

14:59 Ágústa Eva Erlendsdóttir veit ekki hvort hún hefði gefið verkefninu séns ef hún væri ekki svona ástfangin en tímasetningin var góð og hún tók lögum Gunna Hilmarssonar um ástina fagnandi. Til varð hljómsveitin Sycamore Tree sem sendir frá sér sína fyrstu plötu um helgina. Meira »

Norsk norðurljós ekki íslensk

13:38 Fjallað er í norskum fjölmiðli um auglýsingu sem blasir við farþegum í íslenskri flugstöð þar sem þeir eru boðnir velkomnir til Íslands og á auglýsingunni er mjög flott norðurljósamynd. En gallinn er að myndin er ekki tekin á Íslandi heldur í Noregi. Meira »

Skora á Willum Þór

13:23 Framsóknarmenn í Kópavogi skora á Willum Þór Þórsson, fyrrverandi þingmann, að gefa kost á sér til að leiða lista flokksins í kjördæminu. Meira »
Nissan Navara með nýrri vél
Nissan Navara 2008, sjálfskiptur. Dísel. Keyrður 161.000. Búið að skipta um vé...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...