Lýstu yfir vanþóknun á starfsháttum Braga

Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.
Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi.

Samþykkt var að lýsa yfir vanþóknun á starfsháttum fyrrverandi skátahöfðingja á aukaskátaþingi sem haldið var í dag. Vantrauststillaga gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld.

Á þinginu var skorað á stjórn Bandalags íslenskra skáta, BÍS, að draga uppsögn fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka. Sú áskorun var samþykkt og bíður afgreiðslu stjórnarinnar.

Samkvæmt greinargerðum sem fylgdu tillögunum var vanþóknun og vantrausti lýst á þau vegna starfshátta og vinnubragða þeirra við uppsögn Hermanns Sigurðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra. Bragi Björnsson, fyrrverandi skátahöfðingi, steig nýverið til hliðar vegna málsins og með vanþóknunaryfirlýsingunni, sem samþykkt var á þinginu í dag, staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar hans, segir í fréttatilkynningu frá BÍS.

Frétt mbl.is: „Vona að það skapist friður“

Í fréttatilkynningunni segir að niðurstaða þingsins hafi verið sú að vantrausttillagan gegn aðstoðarskátahöfðingjanum var felld með yfirgnæfandi meirihluta og situr því Fríður Finna áfram í stjórn BÍS. Þar sem skátahöfðingi hefur stigið til hliðar er Fríður núna starfandi skátahöfðingi fram að næsta skátaþingi sem fer fram 10.-12. mars. Þá verður nýr skátahöfðingi kosinn.

Á þinginu tilkynnti Fríður Finna að hún muni ekki gefa áfram kost á sér í stjórn.

Á komandi skátaþingi var áætlað að kjósa um sæti aðstoðarskátahöfðingja, formanns ungmennaráðs og formanns upplýsingaráðs. Eftir að skátahöfðingi steig til hliðar í janúar bættist það sæti við kjörlistann. Á þinginu tilkynntu formaður alþjóðaráðs, Jón Þór Gunnarsson, og gjaldkeri, Sonja Kjartansdóttir, að þau gæfu kost á sér á ný og sæktust eftir endurnýjuðu umboði á komandi skátaþingi en þau hafa ekki lokið kjörtímabilum sínum.

Formaður dagskrárráðs, Una Guðlaug Sveinsdóttir sem á eitt ár eftir af sínu kjörtímabili, tilkynnti að hún ætlaði að hætta í stjórn í mars og sæi sér ekki fært að klára tímabilið. Ljóst er því að miklar mannabreytingar verða í stjórn BÍS í mars.

 Tilfinningaþrunginn tími

„Þetta er búið að reynast mjög erfiður og tilfinningaþrunginn tími fyrir alla skátahreyfinguna,“ er haft eftir Heiði Dögg Sigmarsdóttur, stjórnarmanni í BÍS, í fréttatilkynningu.

„Við ætlum núna að leggja áherslu á að skapa sátt og frið milli félagsmanna svo að við getum einblínt okkur að starfi skáta í landinu. Það er margt spennandi fram undan eins og alþjóðlega skátamótið World Scout Moot núna í sumar sem krefst mikils undirbúnings enda erum við að búast við hátt í 6.000 erlendum þátttakendum til Íslands. Síðan í mars munum við kjósa nýjan skátahöfðingja og aðstoðarskátahöfðingja. Við lítum björtum augum til framtíðar.“

Þessi frétt var uppfærð kl. 21.10 í kvöld eftir að svohljóðandi leiðrétting barst frá Bandalagi íslenskra skáta: 

„Því miður urðu örlítil mistök við gerð seinustu fréttatilkynningar þar sem talað var um vantrauststillögu á hendur Braga Björnssyni. Hið rétta er að um var að ræða vanþóknunaryfirlýsingu en ekki vantrauststillögu. Það leiðréttist hér með.

„Aukaskátaþing haldið á Kjalarnesi 4.febrúar 2017 að kröfu 16 skátafélaga lýsir yfir vanþóknun á starfsháttum og vinnubrögðum Braga Björnssonar fv. skátahöfðingja við uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra BÍS 13. desember 2016. Með þessari yfirlýsingu staðfestist það vantraust sem leiddi til afsagnar Braga,“ segir í yfirlýsingunni.

Einnig skal leiðrétt að „áskorun til stjórnar BÍS að draga uppsögn Hermanns Sigurðssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra til baka“ var samþykkt af þinginu og er því nú komin inn á borð stjórnar BÍS til yfirferðar. Stjórn hefur ekki tekið ákvörðun um hvort draga eigi uppsögnina til baka eða ekki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óku út af á stolnum bíl

15:12 Tilkynnt var um útafakstur rétt austan við Bitru í nótt. Þegar lögreglan kom á staðinn reyndist um stolinn bíl að ræða.  Meira »

Brotist inn í íbúðarhús á Selfossi

14:58 Lögregla á Selfossi handtók í morgun mann sem grunaður er um innbrot. Brotist var inn í íbúðarhús á Selfossi snemma í morgun og kom húsráðandi að manninum. Meira »

Illa brotnar en ekki í lífshættu

14:38 Erlendu konurnar tvær sem lentu í árekstri við snjóruðningstæki við Ketilstaði á Þjóðvegi eitt á Suðurlandi á fimmtudag eru ekki lífshættulega slasaðar. Konurnar brotnuðu þó engu að síður báðar tvær illa samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Bjartsýnn á miðstjórnarfund í næstu viku

14:35 Innihald stjórnamyndunarviðræðna Framsóknarflokks, VG og Sjálfstæðisflokks miðar vel áfram. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, við fundargesti á haustfundi miðstjórnar flokksins. „Ef allt gengur upp þá verður boðað til miðstjórnarfundar um miðja næstu viku.“ Meira »

Bilun í sendi Vodafone í Reykhólasveit

13:19 Sjónvarpsþjónusta Digital Ísland á vegum Vodafone hefur legið niðri víða í Reykhólasveit og á nærliggjandi bæjum síðan í gær. „Bilunin nær jafnvel eitthvað inn á Búðardalinn, en það komu tilkynningar frá þessu svæði í gær,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, verkefnastjóri samskiptamála hjá Vodafone. Meira »

Með fartölvuna í blæðandi höndunum

12:25 Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og snemma í morgun. Karlmaður var handtekinn á sjötta tímanum í morgun vegna gruns um innbrot í læst rými í húsnæði Landspítalans. Hafði maðurinn m.a. veist að öryggisverði skömmu áður en lögreglan kom á vettvang. Meira »

Kanna aðstæður við Öræfajökul

10:59 Fulltrúar á vegum almannavarna lögðu af stað í eftirlitsflug yfir Öræfajökul um níuleytið í morgun vegna vísbendinga um aukna virkni í jöklinum. Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýsti yfir óvissu­stigi al­manna­varna á svæðinu í gær. Meira »

„Þessum viðræðum er hvergi nærri lokið“

11:55 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, segist vera vel meðvituð um að það sé áhætta fyrir flokkinn að fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Þetta sagði Katrín í þættinum Vikulokin á Rás 1 nú í morgun. Meira »

Bílvelta á Bústaðavegi

10:27 Bílvelta varð á bústaðavegi um tíuleytið í morgun og er nú mikill viðbúnaður lögreglu, slökkviliðs og sjúkrabíla á staðnum, en atvikið átti sér stað til móts við verslunarkjarnann Grímsbæ. Meira »

Óráðlegt að vera á ferðinni við Múlakvísl

10:24 Rafleiðni heldur áfram að hækka í Múlakvísl á Mýrdalssandi. Há raf­leiðni hefur mæl­st í ánni síðustu daga og hefur hækkað veru­lega síðustu tvo daga og mæl­ist nú 430 míkrósímens/​cm. Meira »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Ræstingavagn
Til sölu Ræstingavagn. kr: 9700,- Keyptur hjá Rekstrarvörum. uppl: 8691204....
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
https://www.funiceland.is - Ferðavefur
FunIceland.is er ferða- og upplýsingavefur um náttúru Íslands. Skoðaðu vefinn m...
Faglærður húsasmiður .
B.Bollason ehf. Byggingaverktaki. Tek að mér smíðavinnu fyrir einstaklinga og f...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...