Eldstöðvar í ferli fyrir næstu gos

Páll Einarsson segir virkni hafa verið að aukast í fjórum …
Páll Einarsson segir virkni hafa verið að aukast í fjórum helstu eldstöðvum landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skjálftavirkni í Kötlu hefur ekki verið jafn mikil síðustu fjóra áratugi, að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings.

„Katla hefur verið óróleg síðan í haust. Það þarf nú sennilega að fara fjóra áratugi aftur í tímann til að finna eitthvað sambærilegt við þessa virkni,“ segir Páll í Morgunblaðinu í dag og heldur áfram: „Virknin hefur sveiflast mikið, staðan sem er uppi er ekkert endilega frá degi til dags heldur meira frá mánuði til mánaðar.“

Þá segir hann einnig að virkni hafi verið að aukast í fjórum helstu eldstöðvum landsins. „Allar fjórar stóru eldstöðvar okkar eru í einhverju ferli að undirbúa næstu gos. Katla, Hekla, Grímsvötn og Bárðarbunga sem eru langafkastamestu eldstöðvarnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert