Fiðlarinn sem beygði flugfélagið

Ár er síðan fiðluleikarinn Ari Þór Vilhjálmsson komst í heimspressuna þegar honum var meinað að taka 25 milljón kr. fiðlu í handfarangur hjá flugfélaginu Norwegian. Ari mótmælti á netinu og fékk sterk viðbrögð sem urðu til reglugerðabreytinga hjá flugfélaginu.

Hann kemur fram á tónleikum um helgina en hann er fastráðinn við Fílharmóníusveitina í Helsinki þar sem hann býr núna.

mbl.is hitti á Ara þar sem hann undirbjó sig fyrir tónleikana í Salnum og fékk að heyra söguna af fiðlubanni flugfélagsins og af tónlistarmenningunni í Finnlandi.

Ásamt honum kemur fram finnski píanistinn Roope Gröndahl en á efnisskrá eru verk eftir Debussy, Prokofieff og Arvo Pärt.

Nánari upplýsinga er að finna hér á viðburðavef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert