Björgunarsveitir hafa lokið störfum

Björgunarsveitin hefur lokið sínum störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag og …
Björgunarsveitin hefur lokið sínum störfum á höfuðborgarsvæðinu í dag og mun ekki sinna formlegum verkefnum við að draga upp fasta bíla. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitir eru hættar formlegum störfum í dag og munu þær ekki draga upp bíla á höfuðborgarsvæðinu eða aðhafast neitt frekar vegna mikils snjóþunga í borginni að svo stöddu. Þetta segir Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.  Björgunarsveitarmenn luku sínum verkefnum eftir að tókst að opna alla vegi til og frá borginni.  

„Það var mest í morgun og nótt, við lokanir og aðstoða lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk að koma því til og frá vinnu og annað slíkt. En nú er bara okkar vinnu lokið hérna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Þorsteinn í samtali við mbl.is. „Við bara hvetjum fólk til að nota þennan fallega dag til þess að moka út bílana sína og undirbúa sig fyrir vinnu á morgun.“

Búið er að opna helstu aðalgötur borgarinnar en það kann að taka einhverja daga að ryðja öllum snjó í burtu, þá sérstaklega í íbúðagötum. „Mér sýnist nú bara á göngu minni í morgun og í dag að fólk í hverfunum er bara að moka út bílana sína með bros á vör og spjallar saman um snjóinn,“ segir Þorsteinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert