„Brjálæðislega flottur dagur“

„Það hefur verið svakaleg traffík hjá okkur í dag,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli, í samtali við mbl.is en snjórinn sem kyngdi niður um helgina hefur hleypt auknu lífi í skíðasvæðið í Bláfjöllum. Skálafell hefur verið lokað í vetur vegna snjóleysis en Magnús segir útlitið hins vegar lofa góðu í þeim efnum.

Frétt mbl.is: Taka á móti skíðagörpum með bros á vör

„Þetta var bara brjálæðislega flottur dagur í dag hjá okkur. Ég held að þetta hafi bara verið flottasti dagur vetrarins. Alveg logn og heiðskírt og einhvern veginn allir bara glaðir,“ segir Magnús. Spáin áfram lofar góðu segir hann. „Ég hef bara fulla trú á að þetta sé bara snjór sem sé kominn til þess að vera fram yfir páska.“

„Við erum bara mjög glöð hérna,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert