Blásalabörn búa til sína eigin búninga

Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir ...
Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir vinir. mbl.is/Golli

Umhverfisvernd, vinátta, tilfinningar, sköpun og fjölmenning fléttuðust inn í undirbúningsvinnu barnanna í Blásölum fyrir uppskeruhátíð leikskólans í dag. Þau taka sig ljómandi vel út og eru afar stolt af öskudagsbúningum sínum, sem þau gerðu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar tilfallandi efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt.

Börnin í Leikskólanum Blásölum vita að Áróra er refur. Góður refur sem getur búið til norðurljós með því einu að sveifla skottinu. Henni er ýmislegt fleira til lista lagt og þau hafa heyrt af henni margar fallegar sögur. Það er því ekkert skrýtið að hún sé orðin hálfgert átrúnaðargoð þeirra og mörg vilji vera eins og hún með skotti og öllu. Að minnsta kosti í einn dag. Sá dagur er öskudagur – dagurinn í dag.

Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli


Eldsnemma í morgun mættu nokkrar Árórur til leiks í Blásölum, líka umhverfiströll, hreindýr og fjöldi lítilla norðurljósa, sem aðallega lýstust upp í yngri deildunum, þeirri Gulu og Bláu. Þessi fjölskrúðugi hópur, rúmlega sjötíu börn, skrýðist afrakstri vinnu sinnar, sem hófst í byrjun febrúar, og unnin var í hópastarfi.

Öll gegna börnin jafn mikilvægum hlutverkum á sannkallaðri uppskeruhátíð í tilefni dagsins. Haldið verður dansiball, kötturinn sleginn úr tunnunni og um leið hrynja úr henni pokar – úr náttúrulegu efni vitaskuld – fullir af snakki, og margt fleira verður til gamans gert.

Litlu norðurljósin í Blásölum.
Litlu norðurljósin í Blásölum. mbl.is/Golli


Þetta er þriðja árið í röð sem börnin búa til sína eigin öskudagsbúninga undir styrkri handleiðslu leikskólastarfsmanna. Foreldrarnir hafa því hvorki þurft að spandera í rándýra prinsessukjóla- og kórónur, ofurhetjuskrúða eða aðra búninga af því taginu, né að reyna að töfra þá fram sjálfir með einhverjum hætti og mislögðum höndum.

Nýtni og endurvinnsla

Margrét Elíasdóttir leikskólastjóri segir börnin í Blásölum alveg sátt og raunar mjög ánægð og stolt af búningum sínum, þótt þeir séu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt. „Trúlega eru þau bara ánægðari fyrir vikið. Þau eru nefnilega orðin mjög meðvituð um umhverfi sitt, nýtni og endurvinnslu,“ segir hún.

Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum.
Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Sjálf er hún eitt norðurljósanna og ekki síður spennt fyrir uppskeruhátíðinni en börnin. „Við höfum verið að vinna að Nordplus-verkefni í samstarfi við Svíþjóð, Noreg og Eistland. Verkefnið snýst m.a. um að styðja og efla læsi og skiptast löndin á að velja bók til umfjöllunar. Að þessu sinni völdu Norðmenn, frændur okkar, Chasing the Northern Lights, sem fjallar um Júlíu og vin hennar Ólaf tröllastrák, sem leggja ásamt fleirum í ferðalag til að leita að norðurljósunum. Á leiðinni hitta þau ævintýrapersónuna Áróru.“

Margrét segir bókina fjalla um umhverfisvernd, vináttu, tilfinningar og fjölmenningu; þemu sem fléttuðust inn í undirbúningsvinnuna fyrir uppskeruhátíðina á öskudaginn.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


„Við lögðum sérstaka áherslu á að kosta engu til við gerð búninganna, nýta verðlaus efni og hlusta á hugmyndir barnanna um útfærslu þeirra. Foreldrarnir voru duglegir að vinna með okkur í efnisöflun og einnig nutum við velvildar verslana eins og Twill og Vogue. Við vorum ekkert að sníða eftir uppskriftum í saumablöðum, yfirleitt lögðust krakkarnir einfaldlega á efnið og við klipptum í kringum þau. Síðan annaðhvort saumuðum við efnin saman eða límdum, kræktum, heftuðum og festum saman með belti. Grímurnar gerðum við úr pappadiskum, sem við máluðum í öllum regnbogans litum og skreyttum stundum glimmeri eða öðru sem okkur hafði lagst til. Ekkert mjög flókið.“

Grænfánaleikskóli

Auk Nordplus-verkefnisins tekur Leikskólinn Blásalir þátt í alþjóðlegu verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólanum. Síðan árið 2012 hafa Blásalir flaggað Grænfánanum með sóma og sann. Margrét kveðst vart þekkja til meiri umhverfisverndarsinna en Blásalabarnanna. „Eftir áramótin fórum við með börnin í eldri deildunum og tíndum rusl í stóra poka hérna í nágrenninu. Þau voru alveg í essinu sínu og eftir því sem pokarnir tútnuðu út urðu þau hneykslaðri á öllum umhverfissóðunum eins og þau sögðu full vandlætingar og voru ekkert að skafa utan af því,“ segir hún, stolt af sínu fólki.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Lengi býr að fyrstu gerð. Samkvæmt þessu má alveg binda vonir við að kynslóðin sem nú er á leikskólum landsins verði þeim sem eldri eru til fyrirmyndar og eftirbreytni í umgengni sinni við náttúruna í framtíðinni.

Sögurnar eru uppspretta umræðna

Leikskólinn Blásalir tekur þátt í samstarfsverkefninu Nordplus 2016-2018, ásamt leikskólum í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi. Verkefnið nefnist The World of Storytelling. Markmiðið er að styðja og efla læsi, orðaforða, orðskilning, framsögn og hlustun. Unnið er með bók frá hverju landi eina önn. Í fyrra varð bókin Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, myndskreytt af Brian Pilkington, fyrir valinu, en í ár Chasing the Northern Lights eftir Norðmennina Cecillie Lanes og Ilze Dambe.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Að sögn Margrétar Elíasdóttur er unnið með sögurnar á ýmsan hátt, enda eru þær endalaus uppspretta umræðna og vangaveltna um vináttu, tilfinningar, fjölmenningu og umhverfisvernd sem og flesta þætti hins daglega lífs.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum.
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin.
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin. mbl.is/Golli
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli

Innlent »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »

Mjög dregið úr brottkasti

15:08 Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á Facebook-síðu sinni. Vísar hún þar til funda sem hún hefur átt í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringaþáttarins Kveiks um brottkast og vigtunarmál með ráðuneytisstarfsmönnum, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu þar sem fram hafi komið að allar rannsóknir bentu til þess að dregið hafi mjög úr. Meira »

Holtavörðuheiði gæti opnast síðar í dag

15:07 Búist er við því að Holtavörðuheiði verði opnuð síðar í dag. Reiknað er með því að Öxnadalsheiði verði ekki opnuð fyrr en í fyrramálið. Fjallvegir á Norðausturlandi verða líklega ekki opnaðir fyrr en líður á morguninn en samkvæmt veðurspá mun veðrið ekki ganga niður að ráði fyrr en með morgni. Meira »

Krafa um 300 milljónir „fráleit“

14:34 „Krafa gerðarþola um 300 milljón króna tryggingu er fráleit,“ segir Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður eigenda meirihluta eigna í húsnæði við Bíldshöfða 18. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst í morgun á að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar. Meira »

Kom blóðugur inn í íbúðina

14:07 Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi á þriðjudaginn í Héraðsdómi Vesturlands og til greiðslu miskabóta fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda og valda þeim mikilli hræðslu og andlegu áfalli“. Meira »

Flýði lögregluna og ók á hús

14:38 Karlmaður á þrítugsaldri missti stjórn á bifreið sinni þegar hann reyndi að flýja lögregluna og ók á gamla Austurbæjarbíó í Reykjavík. Ökumaðurinn og farþegi voru í kjölfarið handteknir. Grunur var um að ökumaðurinn væri undir stýri eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Meira »

Mál Aldísar verður endurflutt

14:30 Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira »

Festu bát við bryggju á Hjalteyri

13:55 Fjórir björgunarsveitarmenn frá Akureyri voru kallaðir að Hjalteyri í morgun vegna báts sem var að losna frá bryggjunni.  Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Stofuskápur úr furu til sölu.
Skápur úr furu ,hentar vel í sumarbústaðinn 9000 þúsund kr., hæð 200 cm, breidd...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 10 stk. af notuðum borðstofustólum, seljast helst saman. 1.500 kr. stk...
Hleðslutæki fyrir Li-ion Ni-Mh-og fleira
Hleður og afhleður Lion, LiPo, LiFe (A123), Pb, (Lead Acid) NiCd, NiMH rafhlöður...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...