Blásalabörn búa til sína eigin búninga

Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir ...
Hreindýr. Öll dýrin, stór og smá, í Blásölum eru miklir vinir. mbl.is/Golli

Umhverfisvernd, vinátta, tilfinningar, sköpun og fjölmenning fléttuðust inn í undirbúningsvinnu barnanna í Blásölum fyrir uppskeruhátíð leikskólans í dag. Þau taka sig ljómandi vel út og eru afar stolt af öskudagsbúningum sínum, sem þau gerðu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar tilfallandi efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt.

Börnin í Leikskólanum Blásölum vita að Áróra er refur. Góður refur sem getur búið til norðurljós með því einu að sveifla skottinu. Henni er ýmislegt fleira til lista lagt og þau hafa heyrt af henni margar fallegar sögur. Það er því ekkert skrýtið að hún sé orðin hálfgert átrúnaðargoð þeirra og mörg vilji vera eins og hún með skotti og öllu. Að minnsta kosti í einn dag. Sá dagur er öskudagur – dagurinn í dag.

Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli


Eldsnemma í morgun mættu nokkrar Árórur til leiks í Blásölum, líka umhverfiströll, hreindýr og fjöldi lítilla norðurljósa, sem aðallega lýstust upp í yngri deildunum, þeirri Gulu og Bláu. Þessi fjölskrúðugi hópur, rúmlega sjötíu börn, skrýðist afrakstri vinnu sinnar, sem hófst í byrjun febrúar, og unnin var í hópastarfi.

Öll gegna börnin jafn mikilvægum hlutverkum á sannkallaðri uppskeruhátíð í tilefni dagsins. Haldið verður dansiball, kötturinn sleginn úr tunnunni og um leið hrynja úr henni pokar – úr náttúrulegu efni vitaskuld – fullir af snakki, og margt fleira verður til gamans gert.

Litlu norðurljósin í Blásölum.
Litlu norðurljósin í Blásölum. mbl.is/Golli


Þetta er þriðja árið í röð sem börnin búa til sína eigin öskudagsbúninga undir styrkri handleiðslu leikskólastarfsmanna. Foreldrarnir hafa því hvorki þurft að spandera í rándýra prinsessukjóla- og kórónur, ofurhetjuskrúða eða aðra búninga af því taginu, né að reyna að töfra þá fram sjálfir með einhverjum hætti og mislögðum höndum.

Nýtni og endurvinnsla

Margrét Elíasdóttir leikskólastjóri segir börnin í Blásölum alveg sátt og raunar mjög ánægð og stolt af búningum sínum, þótt þeir séu úr strigapokum, pappakössum, eggjabökkum og alls konar efnisafgöngum héðan og þaðan, sem ella hefði verið fleygt. „Trúlega eru þau bara ánægðari fyrir vikið. Þau eru nefnilega orðin mjög meðvituð um umhverfi sitt, nýtni og endurvinnslu,“ segir hún.

Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum.
Prúðbúin börn á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Sjálf er hún eitt norðurljósanna og ekki síður spennt fyrir uppskeruhátíðinni en börnin. „Við höfum verið að vinna að Nordplus-verkefni í samstarfi við Svíþjóð, Noreg og Eistland. Verkefnið snýst m.a. um að styðja og efla læsi og skiptast löndin á að velja bók til umfjöllunar. Að þessu sinni völdu Norðmenn, frændur okkar, Chasing the Northern Lights, sem fjallar um Júlíu og vin hennar Ólaf tröllastrák, sem leggja ásamt fleirum í ferðalag til að leita að norðurljósunum. Á leiðinni hitta þau ævintýrapersónuna Áróru.“

Margrét segir bókina fjalla um umhverfisvernd, vináttu, tilfinningar og fjölmenningu; þemu sem fléttuðust inn í undirbúningsvinnuna fyrir uppskeruhátíðina á öskudaginn.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


„Við lögðum sérstaka áherslu á að kosta engu til við gerð búninganna, nýta verðlaus efni og hlusta á hugmyndir barnanna um útfærslu þeirra. Foreldrarnir voru duglegir að vinna með okkur í efnisöflun og einnig nutum við velvildar verslana eins og Twill og Vogue. Við vorum ekkert að sníða eftir uppskriftum í saumablöðum, yfirleitt lögðust krakkarnir einfaldlega á efnið og við klipptum í kringum þau. Síðan annaðhvort saumuðum við efnin saman eða límdum, kræktum, heftuðum og festum saman með belti. Grímurnar gerðum við úr pappadiskum, sem við máluðum í öllum regnbogans litum og skreyttum stundum glimmeri eða öðru sem okkur hafði lagst til. Ekkert mjög flókið.“

Grænfánaleikskóli

Auk Nordplus-verkefnisins tekur Leikskólinn Blásalir þátt í alþjóðlegu verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólanum. Síðan árið 2012 hafa Blásalir flaggað Grænfánanum með sóma og sann. Margrét kveðst vart þekkja til meiri umhverfisverndarsinna en Blásalabarnanna. „Eftir áramótin fórum við með börnin í eldri deildunum og tíndum rusl í stóra poka hérna í nágrenninu. Þau voru alveg í essinu sínu og eftir því sem pokarnir tútnuðu út urðu þau hneykslaðri á öllum umhverfissóðunum eins og þau sögðu full vandlætingar og voru ekkert að skafa utan af því,“ segir hún, stolt af sínu fólki.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Lengi býr að fyrstu gerð. Samkvæmt þessu má alveg binda vonir við að kynslóðin sem nú er á leikskólum landsins verði þeim sem eldri eru til fyrirmyndar og eftirbreytni í umgengni sinni við náttúruna í framtíðinni.

Sögurnar eru uppspretta umræðna

Leikskólinn Blásalir tekur þátt í samstarfsverkefninu Nordplus 2016-2018, ásamt leikskólum í Svíþjóð, Eistlandi og Noregi. Verkefnið nefnist The World of Storytelling. Markmiðið er að styðja og efla læsi, orðaforða, orðskilning, framsögn og hlustun. Unnið er með bók frá hverju landi eina önn. Í fyrra varð bókin Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur, myndskreytt af Brian Pilkington, fyrir valinu, en í ár Chasing the Northern Lights eftir Norðmennina Cecillie Lanes og Ilze Dambe.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli


Að sögn Margrétar Elíasdóttur er unnið með sögurnar á ýmsan hátt, enda eru þær endalaus uppspretta umræðna og vangaveltna um vináttu, tilfinningar, fjölmenningu og umhverfisvernd sem og flesta þætti hins daglega lífs.

Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. Golli
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum.
Í hátíðarbúningum á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum.
Hátíð udirbúin á leikskólanum Blásölum. mbl.is/Golli
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin.
Þau eru svolítið ógnvænleg á að líta, umhverfiströllin. mbl.is/Golli
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum.
Refurinn Áróra er hálfgert átrúnaðargoð barnanna í leikskólanum. mbl.is/Golli

Innlent »

Dílum við það sem gerist

08:18 „Í rauninni breytir þetta engu. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Áramótaskaups Sjónvarpsins. Meira »

Augun eins og krækiber

07:57 „Augun eru nú ekki á stærð við krækiber, þó þau líkist þeim í útliti,“ segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur, sem heldur úti Facebook-síðunni „Heimur smádýranna“. Meira »

Parhús fyrir starfsmenn

07:37 Fyrstu parhúsin sem verið er að reisa á Húsavík til að tryggja starfsmönnum kísilverksmiðju PCC á Bakka húsnæði eru langt komin í byggingu í Holtahverfi. Meira »

Eldur kviknaði í bát

06:52 Eldur kom upp í vélarrúmi Bjargeyjar ÍS 41 er verið var að landa úr bátnum í Ísafjarðarhöfn skömmu fyrir sex í morgun. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og varð skipsverjum ekki meint af. Meira »

Um 40 metrar í hviðum

06:45 Veðurstofan varar við hvössu og hviðóttu veðri á Suðausturlandi en í Öræfum gæti meðalvindur náð 25 m/s og í hviðum nærri 40 m/s. Talsverð rigning er austantil á landinu og á köflum mikil rigning á Suðausturlandi og Austfjörðum fram yfir hádegi. Meira »

Stjórnlaus í stigaganginum

05:55 Óskað var eftir aðstoð lögreglu í fjölbýlishús í austurborginni skömmu fyrir klukkan tvö í nótt en var var stúlka í mjög annarlegu ástandi í stigaganginum. Stúlkan var algjörlega stjórnlaus, argaði og lamdi á hurðir íbúa í stigaganginum. Meira »

Eru ekki hætt við áformin

05:30 Silicor Materials er ekki hætt við áform um uppbyggingu kísilverksmiðju á Grundartanga þrátt fyrir að fyrirtækið hafi fallið frá samningum við Faxaflóahafnir um lóð og hafnaraðstöðu. Meira »

Bátsverjar vistaðir í fangaklefa

05:52 Neyðarlínunni barst tilkynning um lítinn bát í einhverjum vandræðum, flautar í sífellu og siglir í hringi, er sagður á móts við Borgartún um klukkan 22 í gærkvöldi. Meira »

Sala á rafbílum eykst mikið

05:30 Um sjötti hver fólksbíll sem seldur var til almennra nota á fyrstu átta mánuðum ársins var að hluta eða öllu leyti knúinn rafmagni. Til samanburðar var hlutfall slíkra bíla samtals 2% sömu mánuði 2014. Meira »

Misjöfn viðbrögð við tillögu

05:30 Forsætisráðherra kynnti í gær minnisblað með tillögum er miða að því að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar fari fram í áföngum á næstu þremur kjörtímabilum. Meira »

Góður gangur í viðræðum

05:30 Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga, telur ekki að ríkisstjórnarslitin þurfi að hafa áhrif á yfirstandandi kjaraviðræður félagsins við samninganefnd ríkisins (SNR) um gerð kjarasamnings. Meira »

Tvöfalt fleiri sækja um hæli

05:30 Það sem af er ári hafa 779 manns sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. Ríflega tvöfalt fleiri hafa sótt um hæli á fyrstu átta mánuðum ársins samanborið við sama tímabil á síðasta ári þegar umsækjendur voru 385 talsins. Meira »

„Ríkisráðstaskan“ var óþörf

05:30 Þegar Bjarni Benediktsson kom til Bessastaða á mánudaginn með þingrofsbréfið var það í venjulegri möppu en ekki í „ríkisráðstöskunni“ sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði fræga þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson kom til Bessastaða í apríl 2016. Meira »

Gæti dregið úr hagvexti

05:30 Óvissa um stjórn efnahagsmála gæti bitnað á erlendri fjárfestingu. Um þetta eru greinendur sem Morgunblaðið ræddi við sammála. Meira »

Bátur í vanda úti fyrir Kirkjusandi

Í gær, 22:30 Skip, bátar og kafarar frá björgunarsveitum á höfuðborgarsveitinni voru boðuð út um tíuleytið í kvöld vegna báts sem mögulega er í vanda nálægt Kirkjusandi í Reykjavík. Tilkynning um málið barst frá sjónvarvottum sem voru á gangi við Sæbraut og töldu þeir sig hafa séð lítinn bát í vanda. Meira »

Málum fjölgar hjá ákæruvaldi

05:30 Fleiri brot voru afgreidd af ákæruvaldinu á síðasta ári en árin þar á undan. Fjöldi brota sem afgreidd voru árið 2016 voru alls 6.777 en til samanburðar voru aðeins afgreidd 5.111 brot árið 2015, samkvæmt samantekt embættis ríkissaksóknara um tölfræði ákæruvaldsins fyrir árið 2016. Meira »

Aldrei fundið fyrir neinu svona sterku

Í gær, 23:52 Elín Emilsson Ingvarsdóttir sem er búsett í Mexíkóborg, segir jarðskjálftann í kvöld hafa verið hryllilega upplifun. Vitað er til að rúmlega 100 manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem mældist 7,1. Hún segir vera í góðu lagi með þá Íslendinga sem hún þekki í borginni þó þeir séu í áfalli. Meira »

Óábyrgt að ákveða lokun flugvallar 2024

Í gær, 22:24 „Athuganir og áætlanir varðandi byggingu flugvallar í Hvassahrauni eru ófullkomnar og byggjast á frumgreiningu á mörgum þáttum.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í bókun sem Framsókn og flugvallarvinir lögðu fram á fundi borgarstjórnar í dag. Óábyrgt sé að taka ákvörðun um lokun Reykjavíkurflugvallar 2024. Meira »
BMW klossar, olíusía og olíusíuverkfæri
BMW bremsuklossa sett framan Báðum megin framan. Passar á eftirfarandi hjól ...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
 
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...