Velji aðra hvora tíðnina

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur með úrskurði staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um að synja beiðni Útvarps Sögu um aukatíðni til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. Ber útvarpsstöðinni að hætta notkun á tíðninni 102,1 MHz. Póst- og fjarskiptastofnun hóf fyrir helgi að leggja dagsektir á útvarpsstöðina vegna málsins.

Frétt mbl.is: Dagsektir lagðar á Útvarp Sögu

Fram kemur í fréttatilkynningu að FM-tíðnir séu takmörkuð auðlind og því hafi það verið föst regla undanfarin 18 ár að hver dagskrá fái aðeins leyfi fyrir notkun á einn tíðni á sama svæði. Útvarp Saga hafi fengið skammtímaheimild til þess að nota tíðnina 102,1 MHz til þess að gera prófanir á útsendingum með henni. Heimildin hafi fallið úr gildi 31. júlí 2015 en gildistími hennar verið framlengdur nokkrum sinnum síðan.

Útvarpi Sögu hafi um leið og tímabundna heimildin var gefin út verið gerð grein fyrir því að ef vilji væri fyrir því að fá langtímaheimild fyrir notkun á tíðninni 102,1 MHz þyrfti félagið að skila inn tíðninni 99,4 MHz sem það hefur notað frá upphafi. Útvarpi Sögu hafi staðið til boða að halda þeirri tíðni sem henti betur og skila hinni inn. Það boð standi enn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert