Þurfum að vera fyrirmyndir

Guðni Th. Jóhanneson forseti Íslands setti ráðstefnu um einelti í …
Guðni Th. Jóhanneson forseti Íslands setti ráðstefnu um einelti í dag. mbl.is/Golli

„Fullorðna fólkið þarf að fræða börnin sín betur. Þetta er lykilsetningin í bókinni [um Jón Odd og Jón Bjarna]. Hún á vel við því okkur hin fullorðnu sem veitir stundum ekki af tilsögn,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands þegar hann setti ráðstefnu um einelti í tómstundadeginum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag.   

Guðni las upp úr skáldsögunni um Jón Odd og Jón Bjarna eftir Guðrúnu Helgadóttur; kaflann þar sem aðalsöguhetjurnar taka upp hanskann fyrir Selmu sem er með Downs-heilkenni. Fyrir vikið lenda drengirnir í orðaskaki við önnur börn og einnig við fullorðna fólkið þar sem annar tvíburinn segir lætur þessi fyrrnefnd orð falla. 

Guðni benti á að það mætti margt læra af þessi einstöku sögu. Það ætti sérstaklega við um samskipti barna og fullorðinni. „Við þurfum sjálf að ganga á undan og vera fyrirmyndir,“ sagði Guðni og fagnaði aukinni umræðu um einelti sem væri samfélagsmein. Þessi ráðstefnan væri liður í því að ná betri árangri í að uppræta einelti.

Hann sagðist sjálfur geta hafa staðið sig betur þrátt fyrir að hafa hvorki verið gerandi né fórnarlamb eineltis. Hann hefði getið verið betri vinur við þá sem áttu enga vini. Einelti í dag hefur tekið á sig fjölbreyttari myndir í samfélaginu með notkun samfélagsmiðla. Það er eitt af því sem þarf að vera vakandi yfir, að sögn Guðna.   

Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Jónasar Guðmundssonar. Foreldrar hans, Guðmundur Hálfdanarson og Þórunn Sigurðardóttir, standa að ráðstefnunni og styrkja hana.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Dr. Debra Pepler, Margot Peck, Dr. Sanna Herkama og Vanda Sigurgeirsdóttir sem allar hafa víðtæka reynslu af forvörnum, inngripum og rannsóknum á einelti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert