Setja upp 58 hleðslustöðvar í Reykjavík

Staðsetning hleðslustöðvanna í miðborginni.
Staðsetning hleðslustöðvanna í miðborginni. mynd/Reykjavík

Stefnt er að því að Reykjavíkurborg setji upp 58 hleðslustöðvar á 13 stöðum í miðborginni. Verður þetta fyrsta skref borgaryfirvalda í þá átt að ýta undir rafbílavæðingu hér á landi, en þegar hafa fyrirtæki eins og ON og N1 kynnt að þau ætli að setja upp fjölda hleðslustöðva víða um land. Þá hafa nokkur fyrirtæki einnig sett upp hleðslustöðvar.

Frétt mbl.is: Reisa hlöður við hringveginn

Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir að hingað til hafi sveitarfélögin lítið verið að sinna því að koma upp slíkum stöðvum, en að Reykjavíkurborg hafi fengið 11 milljóna króna styrk frá orkusjóði til að fara í þessa uppbyggingu. Mun Reykjavíkurborg á móti leggja 11 milljónir til kaupa á þeim búnaði sem þarf. Væntanleg uppbygging borgarinnar verður nánar kynnt á fundi Samtaka iðnaðarins og SART um rafbílavæðingu á Grand hóteli á morgun klukkan 13.

Byrja í miðborginni og svo í starfsstöðvar borgarinnar

Hann segir að í fyrsta áfanga sé horft á þéttbýlasta svæði höfuðborgarinnar sem sé miðbærinn. Til að byrja með verður horft til að koma upp stöðvum í fimm bílastæðahúsum og á sjö stöðum við götustæði.

Næsta skref er að sögn Guðmundar væntanlega að horfa til þjónustustöðva og starfsstöðva borgarinnar. Þannig sé borgin að fara í orkuskipti á eigin bílaflota og þar sé rafmagnið einn valkosturinn. Segir hann að horft verði til sundlauga, bókasafna, þjónustumiðstöðva og annarra safna sem staðsetninga fyrir hleðslustöðvar í annarri atrennu verkefnisins.

Hröð þróun hleðslustöðva getur haft áhrif á fyrirkomulagið

Í framhaldinu verði horft til úthverfa, en Guðmundur segir að fylgjast þurfi vel með þróun mála í tengslum við hleðslustöðvar í þeim efnum. Bendir hann á að í dag séu venjulegar hleðslustöðvar á heimilum 10-16 ampera og það taki um 5-8 klukkustundir að fullhlaða einn bíl. Stöðvarnar sem verða settar upp í miðborginni verða aftur á móti 32 ampera sem kallar á 3-5 klukkustundir til að fullhlaða einn bíl.

ON er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa verið að setja ...
ON er meðal þeirra fyrirtækja sem hafa verið að setja upp hleðslustöðvar undanfarið. mbl.is/Hallur Már Hallsson

Þær hraðhleðslustöðvar sem komið hefur verið upp hér á landi kalla á um 30 mínútna hleðslutíma, en erlendis eru komnar stöðvar þar sem hleðslan tekur ekki nema 12 mínútur. Þá segir Guðmundur að nýlega hafi bílaframleiðendur í Evrópu kynnt verkefni um að koma upp 350-400 kílówatta hleðslustöðvum, en það þýði að hleðslan á einni mínútu dugi í um 32 kílómetra akstur. Fyrir bíl sem kemst yfir 200 kílómetra, eins og margir nýrri rafbílar í dag, kallar það því á aðeins 7-8 mínútna hleðslu.

Guðmundur segir að með þessu áframhaldi sé mögulega ekki nauðsynlegt að koma upp hleðslustöðvum eins víða og áður var talið, heldur dugi svipuð hugmyndafræði og með olíustöðvar, enda sé hleðslutíminn alltaf að styttast. Hann tekur þó fram að þetta séu allt vangaveltur hjá sér og þróunin í þessum geira eigi eftir að leiða í ljós hvernig fyrirkomulag verði ofan á.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fundaði með Paul Ryan

17:13 Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, fundaði í dag með Paul Ryan, forseta fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, ásamt þingforsetum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Lagði Unnur Brá áherslu á mikilvægi góðs samstarfs Bandaríkjanna við bandamenn í Evrópu, m.a. þingmannasamskipti. Meira »

Ráðgátan um dularfulla saumaborðið

17:07 Í Góða Hirðinum finnast margir áhugaverðir, jafnvel sögulegir, hlutir. Að þessu komst Matthildur Þórarinsdóttir þegar í hana hringdi kona í síðustu viku og sagðist hafa fundið hjónavígsluvottorð afa og ömmu eiginmanns hennar. Málið átti eftir að verða allt hið dularfyllsta. Meira »

Kap VE komið til Suður-Kóreu

16:33 Kap VE, áður skip Vinnslustöðvarinnar, kom til Busan í Suður-Kóreu um helgina, eftir nær tveggja og hálfs mánaðar siglingu frá Vestmannaeyjum. Skipið verður gert út frá Vladivostok í Rússlandi til uppsjávarveiða í Okhotsk-hafi úti fyrir Kamtsjatka-skaga. Meira »

Húsráðendur slökktu eldinn

15:37 Eldur kom upp við eldamennski í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti um hálfþrjúleitið í dag. Húsráðendum hafði þegar tekist að slökkva eldinn þegar slökkvilið bar að garði en töluverður reykur var í íbúðinni sem þurfti að reykræsta. Meira »

Mosaviðgerðir heppnuðust mjög vel

15:30 Viðgerðir á skemmdarverkum í mosanum í Litlu Svínahlíð við Nesjavelli lauk núna í vikunni og lítur út fyrir að þær hafi tekist mjög vel. Magnea Magnúsdóttir, umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar, fór fyrir átta manna hóp sem fór til að laga skemmdirnar. Meira »

Umsókn skoðuð á grundvelli nýrra upplýsinga

15:14 Útlendingastofnun staðfestir að mál Bala Kamallakharan, sem synjað var um ríkisborgararétt, sé í skoðun. Ákvörðun Útlendingastofnunar byggir á umsögn frá lögreglu og í tilfelli Bala er nú til skoðunar hvort umsögnin byggi á réttum upplýsingum. Meira »

„Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar“

14:45 „Guðrún kaus sjálf að stíga til hliðar, vegna þess að spjótin hafa beinst að henni. Hún gerir það til að tryggja faglega úttekt,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, sem hefur tekið við hluverki talskonu Stígamóta eftir að Guðrún Jónsdóttir steig til hliðar fyrr í dag. Meira »

Starfsmönnum fækkað jafn og þétt

14:50 Hjá Ríkisútvarpinu eru 258 stöðugildi og eru í þeirri tölu þeir sem eru í fullu starfi og þeir sem eru í hlutastarfi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar, mennta- og menningarmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um verktakavinnu hjá stofnuninni. Meira »

Ónýtur eftir harðan árekstur

14:43 Þrír voru fluttir á heilsugæslustöð eftir harða aftanákeyrslu á Snæfellsnesi nú skömmu eftir hádegi. Annar bílanna tveggja er talinn gjörónýtur eftir áreksturinn. Meira »

Æfðu viðbrögð við sprengjuhótun

14:41 Farþegaskipum er skylt að halda æfingar einu sinni í viku þar sem æfð eru viðbrögð við eldsvoða og skipið yfirgefið. Einnig þarf að æfa viðbrögð við því ef sprengjuhótun berst skipunum eða önnur ógn steðjar að þeim. Meira »

Afleit ráðstöfun fyrir flugmenn

14:35 „Að flugmenn komi til starfa hjá flugfélögum í gegnum áhafnaleigur verður sífellt algengara.“ Þannig hefst pistill Örnólfs Jónssonar, flugstjóra og formanns Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna (FÍA) í fréttablaði félagsins. Meira »

Flateyringar safna fyrir Grænland

14:29 Björgunarsveitin Sæbjörg hefur efnt til söfnunar á meðal Flateyringar vegna hamfaranna í Grænlandi. Flateyringar vilja með því endurgjalda þann stuðning sem Grænlendingar sýndu þeim í kjölfar snjóflóðsins árið 1995. Meira »

Gerð úttekt á starfsumhverfi Stígamóta

14:13 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta mun stíga til hliðar á meðan athugun fer fram á vinnumhverfi samtakanna. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir tekur við hennar hlutverki. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef samtakanna. Meira »

160% fjölgun ferðafyrirtækja á áratug

14:06 Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hefur fjölgað gífurlega mikið á síðustu tíu árum og eru nú um 3.500 fyrirtæki sem sjá um gistiþjónustu, afþreyingu tengda ferðaþjónustu, rútuþjónustu, bílaleigu og sem starfa sem ferðaskrifstofur. Meira »

Smáríkjafundur WHO verður á Íslandi

13:34 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur þegið boð íslenskra stjórnvalda um að halda fund smáríkja um heilbrigðismál á Íslandi að ári. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra kynnti boð þessa efnis á árlegum fundi smáríkjanna sem lauk á Möltu í gær. Meira »

Vinna að því að útvíkka jafnréttið

14:11 Vinna er í gangi í velferðaráðuneytinu við að útvíkka jafnréttishugtakið og falla málefni transfólks og intersex-einstaklinga undir þá vinnu. Þetta kemur fram í svari Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttisráðherra, við skriflegri fyrirspurn frá Kötlu Hólm Þórhildardóttur, varaþingmanni Pírata, um málefni fólks með ódæmigerð kyneinkenni. Meira »

Skráðu sig óvart úr prófinu

13:43 Ýmsir tæknilegir erfiðleikar komu upp við samræmd próf 4. og 7. bekkjar í fyrra. Var það í fyrsta sinn sem prófin voru lögð fyrir á rafrænu formi samhliða því sem próftíminn var styttur. Meira »

Bregðast við offitu barna

12:08 Árlegum fundi smáþjóða um heilbrigðismál á Möltu lauk í dag þar sem meðal annars var undirrituð sameiginleg yfirlýsing þjóðanna um að sporna megi við vaxandi offitu barna með fjölbreyttum aðferðum og stuðla þar með að bættum uppvaxtarskilyrðum. Meira »
Hnakkastólar á aðeins 25.000 svartur eða beige www.Egat.is
Hnakkastóll aðeins 25.000 svartur eða beige 100% visa raðgreiðslur. www.egat.is...
Bisley skjalaskápur
Til sölu Bisley skjalaskápur með skjalamöppum.4ra skúffu folio A-4+. Dökkgrár ...
Manntal 1703
Manntal á Íslandi 1703 til sölu ásamt manntali í þremur sýslum 1729, innbundið í...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...
Foroya landstýri announcement
Tilkynningar
Announcement Føroya Landsstýri - ...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Breyting á aðalskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Tilla...