Ekkert spurst til Artur í tíu daga

Artur Jarmoszko.
Artur Jarmoszko.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir enn eftir Artur Jarmoszko, 26 ára. Lýsingin á honum hefur þó verið uppfærð en hann er 186 sm hár og með græn augu. Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum í gær var hann sagður 176 sm á hæð, með blá augu.

Artur er pólskur en hefur verið búsettur á Íslandi um nokkurt skeið. Hann er talinn vera klæddur í svarta úlpu eða mittisjakka, bláar gallabuxur og hvíta strigaskó.

Hann er með stutt, dökkt hár.

Síðast er vitað um ferðir Artur í miðborg Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti 1. mars síðastliðins. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Fjölskyldan hefur leitað Artur

Að sögn Elwiru Landowska, frænku Artur, hefur ekkert spurst til hans eftir 1. mars. Artur og Elwira eru systkinabörn en bræður hans tveir búa einnig hér á landi. Sjálfur hefur Artur verið búsettur á Íslandi í nokkur ár en foreldar hans búa í Póllandi.

Elwira segir fjölskylduna hafa gert allt sem hún geta til að finna hann; leitað upplýsinga og rætt við alla sem þekkja hann. Þá hafa þau leitað á líklegum stöðum og þar sem síðast er vitað um hann.

Fjölskyldan tilkynnti hvarfið til lögreglu í gær. Elwira segist ekki vita hvort ástæða sé til að ætla að hann hafi farið úr landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert